• Emilía

    Emilía

    Ég sé fyrir mér hvern krók og kima, litirnir hafa ekkert dofnað, ég finn meira að segja lyktina, heyri hljóðin í húsinu … Eftir að ég flutti út steig ég aldrei fæti þangað inn aftur og ætla mér ekki að gera það.

    Ung kona, Emilía, flytur með foreldrum sínum og ömmu inn í timburhús í miðbæ Reykjavíkur. Ekki líður á löngu þar til hún uppgötvar að þau eru ekki ein á nýja heimilinu.

    Ragnar Jónasson sem er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur heims sýnir hér á sér óvænta hlið í snarpri draugasögu. Bækur hans hafa selst í meira en fimm milljónum eintaka og eru margverðlaunaðar.

    7.790 kr.
    Setja í körfu
  • Death at the Sanatorium

    Death at the Sanatorium

    High up in the mountains stands a sanatorium. Once a hospital dedicated to treating tuberculosis, it now sits haunted by the ghosts of its past.

    One wing of the hospital remains open and houses six employees: the caretaker, two doctors, two nurses and a young research assistant. Despite the wards closing decades ago, they remain at the hospital to conduct research. But the cold corridors, draughty windows and echoey halls are constant reminders of the building’s dark history.

    When one of the nurses, Yrsa, is found brutally murdered, they discover that death has never left this place – and neither did its secrets. None can escape this terrifying legacy. Despite just four suspects the case is never solved and remains open for two decades.

    Until a young criminologist named Helgi Reykdal attempts to finally lay the ghosts of the hospital’s past to rest . . .

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Mistur

    Mistur

    Stórhríð geisar uppi á heiðum á Austurlandi fyrir jólin 1987 þar sem hjón búa á einangruðum bóndabæ. Ókunnugur maður ber óvænt að dyrum á Þorláksmessu og segist hafa villst í fárviðrinu.

    Konan á erfitt með að trúa frásögn mannsins og eftir því sem hátíðin nálgast verður andrúmsloftið á þessum afskekkta bæ meira þrúgandi, símasamband rofnar, rafmagnið fer og ekki munu allir lifa heimsóknina af. Lögreglukonan Hulda Hermannsdóttir þarf að kljást við flókið og erfitt mál skömmu eftir að hafa sjálf lent í fjölskylduharmleik sem skilur eftir sár sem aldrei gróa.

    Ragnar Jónasson sýnir hér og sannar að hann er í hópi fremstu spennusagnarithöfunda Norðurlanda en útgáfuréttur á bókum hans hefur verið seldur til fjölda landa. Bækurnar hafa hlotið frábæra dóma og víða setið í efstu sætum metsölulista. Unnið er að gerð breskra spennuþátta sem byggjast á bókum Ragnars.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Hvítalogn

    Hvítalogn

    Elín S. Jónsdóttir, frægasti glæpasagnahöfundur þjóðarinnar, er horfin, sjötug að aldri. Verk hennar hafa notið mikillar alþjóðlegrar hylli en undanfarin tíu ár hefur hún haft hægt um sig. Lét hún sig hverfa eins og hún gerði eitt sinn fyrir mörgum áratugum – eða hefur einhver gert henni mein?

    Bækur Ragnars Jónassonar hafa selst í milljónum eintaka um allan heim og eru þar tíðir gestir á metsölulistum. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín: Snjóblinda var valinn besta glæpasaga síðustu 50 ára í Frakklandi, Huldu-þríleikur hans var verðlaunaður sem besta glæpasagan í Danmörku 2022 og Dimma var útnefnd besta þýdda glæpasagan á Spáni árið 2023, svo nokkuð sé nefnt. Reykjavík – glæpasaga sem Ragnar skrifaði með Katrínu Jakobsdóttur var mest selda bók ársins 2022 á Íslandi.

    Í Hvítalogni sýnir Ragnar enn og aftur að hann er sannkallaður ráðgátumeistari í sögu sem heldur lesandanum föngnum allt til enda.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Reykjavík
  • Reykjavík