

Málleysingjarnir
1.290 kr.Rúmenía 1989: Mihail er ellefu ára, einrænn rúmenskur piltur sem býr við þröngan kost í Búkarest þegar forsetahjónin eru tekin af lífi í þjóðfélagsbyltingu. Algjör ringulreið ríkir – sem hefur mikil áhrif á fjölskylduna og allt hans umhverfi.
Ísland 2000: Unglingarnir Bergþóra og Finnur eru samrýnd systkini þótt ólík séu, hún luraleg og félagsfælin en hann á hraðri leið ,,í gráðugan faðm vaxandi klámfíknar.“ Heimili þeirra er í upplausn, foreldrarnir á barmi skilnaðar en leita leiða til að láta hlutina ganga upp.
Málleysingjarnir, fyrsta bók Pedros Gunnlaugs Garcia, er óvenjulegt skáldverk í íslenskum bókmenntum og var afar vel tekið þegar hún kom fyrst út árið 2019. Hún kemur hér í nýrri og endurskoðaðri útgáfu.
,,Skrifað af feikilegu öryggi… Rosalega mögnuð bók.“
Þorgeir Tryggvason, Kiljan„Einhver áhugaverðasta frumraun íslensks höfundar í langan tíma.“
Þorsteinn Vilhjálmsson, Lestrarklefinn„Sjónarhorn sem sannarlega eru nýstárleg og forvitnileg … ekki á hverjum degi sem ungur höfundur kemur fram með svo metnaðarfulla fyrstu skáldsögu og með nánast öll eilífðarmálin undir.“
Gauti Kristmannsson, Víðsjá, Rás 1
