• Herörin og fleiri sögur

    Herörin og fleiri sögur

    Dauðvona lögfræðingur snæðir kjötsúpu með fyrrverandi eiginkonu sinni, AA-maður fer til að biðja gamlan bekkjarfélaga fyrirgefningar, húsgagnasmiður býður langveikri dóttur sinni í hvalaskoðun og átök leynifélaganna Rauðu rósarinnar og Svörtu handarinnar ná hámarki í blóðugum bardaga á Skólavörðuholti. Um þetta og margt fleira má lesa í tólf nýjum smásögum eftir Ólaf Gunnarsson. Stíllinn er knappur og oft launfyndinn, sögurnar ýmist bjartar eða dimmar, angurværar eða ærslafullar.

    Ólafur Gunnarsson er einn virtasti höfundur þjóðarinnar. Hann hefur skrifað ljóð, smásögur og barnabækur en er þekktastur fyrir skáldsögur sínar. Ólafur hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Öxina og jörðina árið 2003.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Öxin og jörðin

    Öxin og jörðin

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Placeholder

    Málarinn

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Listamannalaun

    Listamannalaun

    Þeir vissu að þeir yrðu einhverjum söguefni, þessir þremenningar sem voru vandræðabörn á atómöld, bóhemar sem hneyksluðu og hrifu; gæfuleysið féll þeim að síðum, þeir lifðu átakamiklu lífi innra með sér og hið ytra – og reyndu að láta penna og pensil ljúga úr sér hrollinn.

    Ólafur Gunnarsson rithöfundur var góðvinur listamannanna Alfreðs Flóka, Dags Sigurðarsonar og Steinars Sigurjónssonar, umdeildra snillinga sem ólu aldur sinn á jaðri samfélagsins. Hann fer hér í sannkallaðan gúmsílúmstúr – eins og Flóki hefði sagt – um Reykjavík og Kaupmannahöfn áttunda og níunda áratugarins og lýsir af næmum skilningi, hreinskilni og óborganlegum húmor kynnum sínum af þeim og fjölmörgum öðrum ógleymanlegum persónum af því sögusviði: menningarpáfum, sveitamönnum, heimsfrægum rithöfundum, húsgagnasölum, barþjónum, mögulegum KGB-mönnum, ástkonum, skáldum og listamönnum.

    1.290 kr.
    Setja í körfu