

Heklugjá – leiðarvísir að eldinum
1.290 kr.Rithöfundur gengur daglega yfir Skólavörðuholtið með hundinn sinn, á leið á Þjóðskjalasafnið þar sem hann les sér til um listamanninn og sérvitringinn Karl Dunganon. Á safninu vinnur stúlka með eldrautt hár og sægræn augu sem vekur ekki minni áhuga en gömul skjöl – en það er mikið verk að kynnast manneskju.
Heklugjá – leiðarvísir að eldinum er ævintýraleg saga um leit að hamingjunni. Leikar berast yfir höf og lönd og aldir; úr djúpi sögunnar birtast sífellt nýjar persónur en í iðrum jarðar kraumar eilífur eldur sem brýst upp með látum. Öskulög hylja eldri öskulög og undir öllu liggja fjársjóðir, sögur, skáldskapur og líf.
Ófeigur Sigurðsson hefur sent frá sér ljóðabækur og skáldsögur sem vakið hafa mikla athygli, meðal annars hlaut Skáldsaga um Jón … Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins 2011 og metsölubókin Öræfi hreppti Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014.


Váboðar
1.290 kr.Einstaka sinnum sprettur upp úr grámygluðum hversdagsleika og andlausu vinnubrjálæði í litlum einangruðum og innræktuðum sjávarplássum frumleg kenning. Ekki oft en það gerist. Ljós kviknar í djúpinu og dregur til sín æti.
Váboðar eftir Ófeig Sigurðsson er safn ná- og fjarskyldra sagna af draumum og fyrirboðum, sérhæfðum rannsóknum og stórhuga áformum, öpum og máfum, skáldum og vísindamönnum, bókum og hnífum, dyntóttu landi og ráðvilltri þjóð. Þetta eru ágengar og fyndnar sögur þar sem misjafnlega venjulegt fólk glímir af veikum mætti við aðsteðjandi ógnir og óttann undir niðri.
Ófeigur Sigurðsson er þekktur fyrir frumlegar og skemmtilegar skáldsögur og ljóðabækur. Skáldsaga um Jón var fyrsta bók hans sem vakti verulega athygli og hreppti síðan Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins en þekktust er metsölubókin Öræfi sem hlaut einróma lof gagnrýnenda og Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014.

Skáldsaga um Jón
1.290 kr.Skáldsaga um Jón & hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur & undirbjó komu hennar & nýrra tíma
