• Skuggavíddin

    Skuggavíddin

    Í einræðisríki Pinochets í Chile kemur órólegur karlmaður inn á ritstjórnarskrifstofu dagblaðs á vegum stjórnarandstæðinga í landinu. Hann er öryggissveitarmaður. Ég vil segja frá því sem ég hef gert, segir hann, og blaðakonan kveikir á upptökutæki til að hlýða á vitnisburð sem opnar dyr inn í áður óþekkta vídd.

    Nona Fernández (f. 1971) virkjar ímyndunaraflið til að komast á staði sem hvorki finnast í minningum né skjölum. Hún tvinnar saman eigin reynslu og sannsögulega atburði og útkoman er áhrifamikil og grípandi. Ein besta bók sem skrifuð hefur verið um þetta átakanlega tímabil í sögu Chile.

    3.990 kr.
    Setja í körfu