
Gott á pakkið – Ævisaga Dags Sigurðarsonar
1.290 kr.Þótt ritverk Dags séu ekki mikil að vöxtum, eru áhrif þeirra meiri en margra annarra sem meira létu eftir sig og hærra var hampað af pakkinu eins og hann nefndi höfðingjana og sleikjur þeirra. (Jón frá Pálmholti, Mbl. minningargrein)
Það vita allir sem til þekktu, að Dagur átti erfitt með að verða drykkjumaður. Það tók hann áratugi svo einhver mynd yrði á því. (Sigríður Halldórsdóttir, Eintak)
Líkt og margur hafði hann tvö andlit, annað fyrir heiminn og spegilinn, hitt við tveggja manna tal. Svo var og með skáldskap hans, þar mátti greina hróp götunnar og ljúflingslag. Mér var hann lengi spakvitrastur vina og mestur óvitinn. (Geirlaugur Magnússon, Mbl. – minningargrein)
Lífsviðhorf Dags er auðvelt að skilgreina sem heimspeki bóhemsins, og þó væri slík einkunn hvergi nærri nógu víðtæk. Hann varðveitti barnið í sér furðu vel; sumum þótti það jaðra við vanþroska. Aðrir vissu, að þetta var samofið því úthaldi og seiglu, sem entist honum ævilangt og var í eðli sínu skylt samlíðaninni með öllum sem áttu bágt. (Elías Mar, Eintak)
Ég held að hann hafi verið fórnarlamb einhvers konar misskilnings um að annað hvort sé maður góður strákur eða gott skáld. Ég held að hann hafi sýnt fram á að stundum er maður hvort tveggja, stundum hvorugt. (Guðmundur Andri Thoroddsen, Eintak)
