• Flóttinn á norðurhjarann

    Flóttinn á norðurhjarann

    Salvar, 12 ára gamall vandræðagemlingur, sótti um stöðu skólastjóra því honum fannst það fyndið. Alveg þangað til hann fékk stöðuna. Vopnaður endalausum hugmyndum (Pítsa og kandífloss í hádegismat! Nemendur mega reka tvo kennara á ári! Grís í hvern bekk!) ræður Salvar skyndilega ríkjum í skólanum ásamt bestu vinkonu sinni, Guðrúnu.

    Skólastjórinn er sprenghlægileg og hjartnæm þroskasaga, ríkulega myndlýst af Elínu Elísabetu Einarsdóttur. Fullkomin fyrir alla sem hafa einhvern tímann verið í skóla.

    Ævar Þór Benediktsson er einn vinsælasti höfundur landsins. Hann hefur sent frá sér tæplega fjörutíu bækur og fengið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, bæði innan lands og utan. Fyrir Skólastjórann hlaut hann Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur.

    6.390 kr.
    Setja í körfu
  • Þegar sannleikurinn sefur

    Þegar sannleikurinn sefur

    Bergþóra, húsfreyja í Hvömmum, er nýlega orðin ekkja. Eftir rúmlega tuttugu ára hjónaband með mun eldri manni er hún loksins frjáls, stýrir búinu eftir eigin hyggjuviti og nýtur þess að ráða sér sjálf.

    Þegar ung vinnukona finnst látin á lækjarbakka í nágrenni Hvamma áttar Bergþóra sig fljótlega á því að henni hafi verið drekkt. Einhvers staðar leynist morðinginn og brátt berast böndin að mági Bergþóru, stórbokkanum og skaphundinum Þorgeiri Hjálmarssyni. Þegar sýslumaðurinn tekur að yfirheyra vitni og grunaða verður þó fljótlega ljóst að flestir hafa eitthvað að fela – ekki síst Bergþóra sjálf.

    Þegar sannleikurinn sefur er leyndardómsfull glæpasaga þar sem dregin er upp ljóslifandi mynd af samfélagi sem markað er af skelfilegu mannfallinu í Stórubólu, flækjukenndu réttarfari 18. aldar og siðferðisfjötrum Stóradóms. Undir þessum kringumstæðum þarf að leysa morðmál án nokkurra handbærra sönnunargagna en slitinnar kápu og útprjónaðs rósavettlings.

    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • Mín er hefndin

    Mín er hefndin

    Þegar Bergþóra í Hvömmum kemur að líki á víðavangi sér hún strax að manninum hefur verið ráðinn bani. Hún veit líka að ýmsir sveitungar hennar báru heiftarhug til hans. Nokkru áður höfðu farið fram réttarhöld í Hvammahreppi þar sem blásnauðir einstaklingar hlutu óbærilega þungar refsingar fyrir litlar sakir. Margir eiga harma að hefna og fleiri gætu verið í hættu en sá sem liggur á grúfu frammi fyrir Bergþóru í fyrsta snjó vetrarins.

    Mín er hefndin er sjálfstætt framhald Þegar sannleikurinn sefur þar sem áfram er fjallað um glæparannsóknir og ástarmál húsfreyjunnar í Hvömmum. Um leið er ljósi varpað á siðferði og réttarfar 18. aldar, ekki síst þann aðstöðumun sem eignir og ætterni sköpuðu fólki þegar refsivöndur laganna vofði yfir.

    Nanna Rögnvaldardóttir hefur löngum verið einn virtasti matreiðslubókahöfundur landsins en á undanförnum árum hefur hún einbeitt sér að því að skrifa sögulegar skáldsögur sem njóta síst minni vinsælda.

    8.690 kr.
    Setja í körfu