• -28% Flóttinn á norðurhjarann

    Flóttinn á norðurhjarann

    Það ríkir hungursneyð á Íslandi í kjölfar eldgoss. Solla er nýorðin tólf ára þegar mamma hennar segir henni að til að lifa af þurfi þær að yfirgefa kotið sitt. Solla getur ekki ímyndað sér hvert þær geti flúið. Þær eiga engan að nema hvor aðra. Hvern ætlar mamma að biðja um hjálp? Og hvaða leyndarmál geymir hún sem Solla má ekki vita?

    Veturinn er nýbyrjaður þegar þær ösla af stað í norðurátt. Þær eiga langa og lífshættulega ferð fyrir höndum og á áfangastað bíða nýjar áskoranir og óvæntir atburðir.

    Flóttinn á norðurhjarann er fyrsta barnabók Nönnu Rögnvaldardóttur en fyrir hana voru henni veitt Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2025. Bókina byggir hún að hluta á raunverulegum atburðum og aðstæðum fólks á árunum eftir Skaftárelda. Áður hefur Nanna skrifað vinsælar sögulegar skáldsögur fyrir fullorðna auk fjölda matreiðslubóka.

    Original price was: 6.390 kr..Current price is: 4.590 kr..
    Setja í körfu
  • -43% Mín er hefndin

    Mín er hefndin

    Þegar Bergþóra í Hvömmum kemur að líki á víðavangi sér hún strax að manninum hefur verið ráðinn bani. Hún veit líka að ýmsir sveitungar hennar báru heiftarhug til hans. Nokkru áður höfðu farið fram réttarhöld í Hvammahreppi þar sem blásnauðir einstaklingar hlutu óbærilega þungar refsingar fyrir litlar sakir. Margir eiga harma að hefna og fleiri gætu verið í hættu en sá sem liggur á grúfu frammi fyrir Bergþóru í fyrsta snjó vetrarins.

    Mín er hefndin er sjálfstætt framhald Þegar sannleikurinn sefur þar sem áfram er fjallað um glæparannsóknir og ástarmál húsfreyjunnar í Hvömmum. Um leið er ljósi varpað á siðferði og réttarfar 18. aldar, ekki síst þann aðstöðumun sem eignir og ætterni sköpuðu fólki þegar refsivöndur laganna vofði yfir.

    Nanna Rögnvaldardóttir hefur löngum verið einn virtasti matreiðslubókahöfundur landsins en á undanförnum árum hefur hún einbeitt sér að því að skrifa sögulegar skáldsögur sem njóta síst minni vinsælda.

    Original price was: 8.690 kr..Current price is: 4.990 kr..
    Setja í körfu
  • Ævi mín og sagan sem ekki mátti segja

    Ævi mín og sagan sem ekki mátti segja

    Er Björn Sv. Björnsson kom heim til Íslands árið 1946 eftir að hata setið í fangelsi í Danmörku sakaður um stríðsglæpi beið faðir hans, forseti Íslands, komu hans á Bessastöðum. Hann tók af Birni loforð um að segja sögu sína aldrei. Síðan var ferill hans á styrjaldarárunum þoku hulinn.

    Hver var raunverulega saga forsetasonarins sem varð foringi í hersveitum Hitlers, sat í fangelsi sakaður um stríðsglæpi, kom heim til Íslands en flutti síðan til Suður-Ameríku þangað sem fjölmargir liðsmenn Hitlers leituðu eftir stríð? Af hverju varðist hann aldrei þeim óhróðri sem á hann var borinn?

    Danir kölluðu hann „manninn á bak við áróður Þjóðverja í Danmörku“. Um hann og verk hans spunnust ótal sögusagnir manna á meðal og ekki var minna skrafað um lausn hans úr fangelsi. Voru sögurnar sannar? Um það fengust engin svör, því að Björn hélt loforðið er hann gaf foreldrum sínum um að ræða aldrei þetta tímabil ævi sinnar og hafa ekkert samband við fyrri félaga.

    Eftir heimkomuna hafði Björn á sér svartan stimpil í augum margra samferðarmanna sinna og ef til vill dæmdu þeir hann harðast, sem minnst vissu. Ferill hans var litríkur og ævintýralegur og spor hans hafa víða legið, en jafnan hefur þó hvílt skuggi yfir hluta af ævi hans og mörgum spurning- um hefur verið ósvarað. Eftir meira en fjörutíu ára þögn segir hann sögu sína í fyrsta sinn – söguna sem ekki mátti segja.

    1.290 kr.
    Setja í körfu