• Morgunn í maí

    Morgunn í maí

    „ . . . Ég orti þetta nánast í einni lotu, því ég vissi að ef ég hefði hætt í miðjum klíðum þá hefði ég ekki getað haldið tóninum. Afturámóti hefur þessi bók verið í mér lengur en nokkur önnur sem ég hef skrifað. Ég hef eiginlega verið að yrkja þessi ljóð í upp undir tuttugu ár eða frá því fyrsta ljóðabókin mín, Borgin hló, kom út árið 1958. Ástæðan til þess að ég hef ekki lagt út í að glíma við þetta verkefni fyrr en nú er sú, að ég varð að yrkja áður þær bækur sem ég hef nú gefið út til þess að geta fundið þann tón, sem ég tel að hæfi þessum ljóðaflokki . . .

    Á þessum árum hrundi veröldin í kringum okkur. Það gamla stóðst ekki þau átök sem þarna urðu og fæðingarhríðirnar urðu meiri en áður, þegar nýr tími hefur fæðst. Þessi nýi tími spratt úr óhugnanlegasta harmleik sem mannkynssagan þekkir. Okkur fannst því ástæða til að binda miklar vonir við það sem á eftir kæmi. En þessar vonir hafa einatt verið vonbrigði. Kannski vegna þess að það var gerð atlaga gegn mörgu því besta sem við höfðum fengið í arf, verðmætum sem hefði verið ástæða til að hlú betur að. En um það var ekki hugsað. Menn voru svo uppteknir af að byggja upp nýja veröld eftir stríðið. Í þessu stríði og þeim hrunadansi sem fylgdi í kjölfarið urðu sem sagt margvísleg gömul verðmæti að engu. Þeirra á meðal var hefðbundið íslenskt ljóðform sem var að vísu byrjað að úreldast og staðna, og gat ekki sótt endurnýjun í annað en andstæðu sína. Það er gömul saga. Þessi ljóðabók mín, Morgunn í maí, fjallar um þennan tíma, og það hefði verið fölsun frá minni hendi að yrkja hana í formi sem var með öllu andstætt andrúmi íslensks þjóðfélags um þetta leyti. Ég gat hvorki ort hana í hefðbundnu íslensku ljóðformi né óbundnu formi. Ég varð að finna nýtt form sem umgjörð um lífið í þessum ljóðum. Ég hef því leitað að fyrirmyndum bæði í formi nýs og gamals tíma. Andspænis gengishruninu reyni ég að halda mér í einn og einn stuðul eða eitt og eitt rímorð, svona einsog þegar maður nær taki á snös í fallinu og handlásar sig svo upp á brúnina aftur . . . En nú höfum við Erró leitað saman að þessum tíma…“

    Úr samtali Árna Þórarinssonar við M. J. í Vísi, okt. 1977.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Í kompaní við allífið

    Í kompaní við allífið

    Matthías Johannessen talar við Þórberg Þórðarson.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Kjarvalskver

    Kjarvalskver

    Þessi bók geymir í einu lagi viðtöl Matthíasar Johannessens við Jóhannes Kjarval, bæði þau, sem birzt hafa áður og einnig önnur, sem ekki hafa fyrr komið á prent, auk áhrifamikils lokaþáttar frá hendi Matthíasar. Viðtölin eru svo merkileg heimild um einhvern mesta og frumlegasta persónuleika þjóðarinnar, að sjálfsagt má þykja, að þau séu til á einum stað, enda mun lesandi fljótt finna innra samhengi þeirra og listræna stígandi.

    Allar heimildir um Jóhannes Kjarval eru og verða mikils virði. Og þótt Matthías Johannessen sé viðurkenndur snillingur að gera viðtöl við hina ólíkustu menn, er óvíst, að honum hafi nokkurn tíma tekizt betur en hér. Samband hans og Kjarvals er náið og skemmtilegt. Eitt er víst, að það myndi á fárra valdi að festa hugmyndaflug og leik Kjarvals jafn-trúverðuglega á blað og hér er gert. Í þessum viðtölum heyrist umfram allt rödd listamannsins sjálfs ósvikin, sterk og margbreytileg. Hún tekur yfir ótrúlega vítt svið milli ólíkindaleiks og trúnaðar, milli ævintýralegs gamans og djúprar alvöru.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Nítján smáþættir

    Nítján smáþættir

    Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur með góðfúslegu leyfi höfundar gefið út þetta sagnasafn til þess að minnast þess að 25 ár eru liðin frá því að Þjóðsaga hóf starfsemi sína með útgáfu heildarsafns Íslenskra þjóðsagna og ævintýra Jóns Árnasonar árið 1954.

    Höfundur hefur áritað hvert eintak verksins og er þetta númer

    156

    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • Hrunadansinn

    Hrunadansinn

    Hinn magnaði ljóðabálkur Matthíasar Johannessen, Hrunadansinn, kemur nú út í sérstakri útgáfu í tilefni af áttræðisafmæli Matthíasar ásamt geisladiski með frábærum flutningi Gunnars Eyjólfssonar á ljóðinu.

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Kjarval – Málari lands og vætta
  • M-samtöl: úrval

    M-samtöl: úrval

    Matthías Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins og skáld skrifaði mörg samtöl við valinkunna einstaklinga í blaðið. Margt af því var venjulegt fólk. Aldraðir sjómenn, hundrað ára konur í sveit, hestamaður eða bóndi, miðill eða kokkur, málari eða flugstjóri. Aðrir voru þjóðþekktir Steinn Steinarr, Halldór Laxness, Páll Ísólfsson, Kjarval. Sama hvort var Matthías sýndi öllum virðingu og hver og einn fékk að njóta sín á sinn hátt.

    Í þessari bók birtist úrval 30 samtala sem Matthías skrifaði, flest á árunum frá 1960-70. Tvö hafa aldrei birst áður á bók.

    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • Hann nærist á góðum minningum
  • Undir mjúkum væng

    Undir mjúkum væng

    Um áratuga skeið hefur Matthías Johannessen verið eitt merkasta skáld Íslands. Hann sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók árið 1958 og nú, 65 árum síðar, er hann enn að.

    Undir mjúkum væng hefur að geyma nýjustu ljóð hans sem ort eru á undanförnum misserum. Þröstur Helgason bjó til prentunar.

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Morgunn í maí

    Morgunn í maí

    1.490 kr.
    Setja í körfu