• New York: Kvæði

    New York: Kvæði

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Kvæði 87

    Kvæði 87

    „SKÁLDI, sem ræktað hefur auðkennilegan persónulegan stíl og með honum fágaða tækni til að miðla öðrum heimssýn sinni og sköpunarþörf, eru ýmsar leiðir opnar, kjósi það á annað borð að hlýða fyrirmælum skáldagyðjunnar áfram og láta ekki staðar numið í endurtekningunni. Vissulega má deila um það hvenær ef nokkurn tíma tiltekið skáld standi frammi fyrir þessu átakamikla og oft á tíðum ósjálfráða uppgjöri við sjálft sig og listina, og reyndar hafa skriflegar vangaveltur af þessu tagi orðið eins konar atvinnugrein í ýmsum stærri menningarsamfélögum.

    Einmitt í þessum sporum, þó að honum hafi ef til vill ekki verið það fyllilega ljóst, stóð Kristján Karlsson að loknu öndvegisverki sínu, New York. Verk hans voru orðin svo flókin og samtvinnuð þar sem hvert kvæði vitnaði til annarra á ótal vegu að hann var kominn að ystu mörkum almenns skilnings og átti á hættu að útiloka allt nema eigin hugarheim frá veröld kvæðanna einmitt vegna þess hve stórtæk og djúp skynjun hans var orðin. Nokkur kvæðanna í New York höfðu þegar birst sem sjálfstæðar nærmyndir í bók frá 1981 og hinn mikli bálkur um stórborgina var ekki annað en eðlileg útlistun og víkkun kjarnans. En varla voru menn búnir að átta sig á efnistökum skáldsins þegar út var komið annað safn, Kvæði 84, sem virðist að minnsta kosti fljótt á litið marka þáttaskil á skáldferli Kristjáns.“

    „Hvert einasta atriði þeirra [kvæðanna] krefst þess af lesandanum, að hann byrji aftur og endurskoði verkin í heild og launar honum með nýrri innsýn. Fá skáld á okkar tímum, á Íslandi og þótt víða væri leitað, hafa slíka kosti til brunns að bera.“
    Bernard Scudder
    (Úr ritdómi í Skírni og ritgerð í Morgunblaðinu).

    Ofanskráð ummæli snerta vissulega kjarna málsins og eru jafnframt gott sýnishorn úr margvíslegum lofsamlegum dómum sem skáldskapur Kristjáns Karlssonar hefur hlotið.

    Sú nýja bók sem nú birtist mun trúlega verða talin rökrétt framhald af Kvæðum 84, en á hinu er enginn vafi að hún markar ennþá ný þáttaskil í ljóðagerð höfundarins.

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Kvæði '84

    Kvæði ’84

    Í einni af fyrri ljóðabókum sínum segir Kristján Karlsson að „kvæði sé hús sem hreyfist“.

    Hann hefur ennfremur látið svo um mælt að kvæði eigi hvorki að vera flöt rökræða né blaut dula, það verður að rísa af pappírnum af eigin rammleik. Ef það gerir það ekki væri efni þess betur komið í öðru formi. Hugsun kvæðis og tilfinning er ekkert annað en kvæðið sjálft: hús þess.

    Kristján Karlsson er eitt af sérstæðustu skáldum samtímans, ef til vill nokkuð seintökinn, en þeim mun stórkostlegri við nánari kynni. Ljóðagerð hans verður sennilega ekki lýst öllu betur í örfáum orðum en með þessum ljóðlínum úr síðustu bók hans, – NEW YORK:

    Ljóðið ræður, þess ræða er frjáls
    þess rök skulu geyma yður litla stund.

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Kvæði 90

    Kvæði 90

    Kvæði 90, sjötta ljóðabók Kristjáns Karlssonar, er kvæðaflokkur sem ber heitið Engey í þröngum glugga, og vísar það til þess sviðs sem á er horft.

    Kvæðin mynda sterka heild þar sem uppistaðan er útsýni frá Reykjavík og grennd. Efnið er sett fram í litsterkum myndum og út frá þeim hrannast minningar fjölbreyttrar ævi sem einnig stíga fram í myndum og líkingum.

    Hvað úr hverju, smám saman eða allt í einu muntu verða til, tvö forvitin augu
    sem koma í ljós einhvern góðviðrisdag við sjó
    2
    marglitir veggsteinar týndra borga
    liggja á víð og dreif í bláum sandi
    og ambergris, grár klumpur mör búrhvalsins og
    3
    festi í ilmvötn virði milljóna grotnar
    undir bakka en uppi yfir hring-
    sólar mávurinn vængjaður óstillandi grun
    (Þrjú fyrstu erindin úr kvæðinu Brim.)

    1.490 kr.
    Setja í körfu