• Áður en hrafnarnir sækja okkur: Ljóðaúrval

    Áður en hrafnarnir sækja okkur: Ljóðaúrval

    Knut Ødegård gaf út fyrstu ljóðabók sína árið 1967 og skipaði sér fljótt í hóp virtustu ljóðskálda Noregs. Hann hefur sent frá sér á fjórða tug frumsaminna bóka, ljóð, skáldverk og fræðirit, auk fjölda þýðinga, meðal annars úr íslensku.

    Ljóðin í Áður en hrafnarnir sækja okkur koma úr ýmsum áttum en eiga það sameiginlegt að þar talar roskinn ljóðmælandi sem rýnir gjarna í eigið líf – nú og þá – en fjallar líka um náttúruna, heimsmálin og ástina. Gerður Kristný þýddi ljóðin úr norsku.

    5.190 kr.
    Setja í körfu