• Hyldýpi

    Hyldýpi

    Hyldýpi er spennutryllir sem heldur lesandanum frá fyrstu blaðsíðu.

    Dögg Marteinsdóttir er ungur læknir sem starfar í Súdan. Kristján er nýbúinn að stofna eigin lögfræðistofu í Reykjavík en verkefnin láta á sér standa. Pawel á von á barni með ungri íslenskri kærustu. Líf þessara þriggja ólíku einstaklinga eiga eftir að tvinnast saman. Dögg og Sarah, sem er ungur og frakkur læknir frá Brooklyn í New York, starfa báðar fyrir Lækna án landamæra og verða nánar vinkonur meðan þær takast á við hörmungarnar í flóttamannabúðunum þar sem þær starfa. Dögg fellir hug til yfirlæknis á svæðinu sem heitir Omar Mohammed. Dag einn fara Omar, Sarah og Dögg í sendiför til borgarinnar Nyala en sú för hefur hræðilegar afleiðingar í för með sér.

    Mitt í hringiðu afkomuótta Kristjáns og kvíðakasta fær hann í hendurnar tvö athyglisverð mál. Annars vegar mál fylgdarlauss barns frá Súdan og hins vegar líkamsárásarmál ungs Pólverja sem heitir Pawel Nowak en sá á vægast sagt vafasama fortíð.

    Eitt örlagaríkt kvöld eltir fortíð Pawels hann uppi og áður en hann veit af hafa meðlimir harðsvíraðra glæpasamtaka hann undir smásjánni. Uppgjör við fortíðina dregur dilk á eftir sér og Pawel dregst inn í atburðarás sem hann ræður engan veginn við.

    Líf þessara þriggja ólíku einstaklinga eiga eftir að tvinnast saman. Með afdrifaríkum hætti.

    4.890 kr.
    Setja í körfu