
Ég er annar – Sjöleikurinn III-IV
4.890 kr.Önnur bókin af þremur í stórvirki norska Nóbelshöfundarins. Sjöleikurinn er magnþrungið verk um baráttuna við að rata rétta leið í lífinu og bregður jafnframt upp lýsandi myndum af aðstæðum og tíðaranda í norsku samfélagi á liðinni öld.
Listmálarinn Ási er að undirbúa jólasýningu í galleríi í Björgvin. Í borginni býr annar Ási sem líka er listmálari. Þeir nafnar eru vinir og á vissan hátt spegla þeir hvor annars líf.
Í þessum hluta verksins fær lesandinn innsýn í uppvaxtarár Ása í Bugðu. Við sögu koma feimnislegir kossar, reykingar og áfengisneysla, hljómsveitaræfingar og slagsmál, nöldrandi mamma og þolinmóður pabbi, flutningur að heiman og menntaskólaár. Fljótlega heldur listamaðurinn ungi og upprennandi sína fyrstu sýningu og vekur óvænta athygli sem veitir honum brautargengi.
Jon Fosse (f. 1959) er einn þekktasti og virtasti samtímahöfundur Norðmanna. Allt frá fyrstu bók sinni, Raudt, svart (1983) hefur hann helgað sig ritstörfum og sent frá sér skáldsögur, ljóð, leikrit, barnabækur og ritgerðir. Verk hans hafa verið þýdd og gefin út á meira en fimmtíu tungumálum og leikritin sviðsett um allan heim. Fosse hefur einnig lagt stund á bókmenntaþýðingar. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna bæði í heimalandinu og erlendis. Árið 2015 hlaut hann Bókmenntaverðaun Norðurlandaráðs fyrir þríleikinn Andvaka, Draumar Ólafs og Kvöldsyfja, sem kom út á íslensku 2016. Frá árinu 2011 hefur Fosse búið í Grotten, heiðursbústað norska ríkisins fyrir listamenn.
Jon Fosse hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels 2023.

Vaim
3.990 kr.Jatgeir has come from Vaim to the big city, Bjørgvin, on his wooden boat, Eline, named after the long-lost love of his teenage years. He intends to buy a needle and thread to sew a button but he is cheated, twice. That night, while sleeping on his boat, he hears a familiar voice: unexpectedly, it is Eline, who wants to come home to Vaim with him.
She leaves a note for her husband Frank, packs her bags and runs away while he is out fishing. Vaim, Jon Fosse’s first novel since he received the 2023 Nobel Prize in Literature, is the story of this triangle, a novel about little boats and big boats, love and death, passive men and an incredibly determined woman. And all, of course, was strange…



Naustið
3.790 kr.Naustið er óhefðbundin saga sem gerist á þremur sumardögum og fjallar um náin tengsl þriggja persóna. Síendurtekin stef mynda sterk hugrenningatengsl en það sem gerist í raun og veru er samt sem áður ófyrirsjáanlegt enda þótt vinátta, ást, afbrýðisemi og dauði séu í forgrunni. Bókin kom fyrst út 1989 og markaði upphafið að velgengni höfundarins í heimalandinu, en haustið 2023 hlaut Jon Fosse Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.
Hjalti Rögnvaldsson íslenskaði.
