
Adventus Domini
4.190 kr.Það lak úr hálsinum á höfuðlausum manninum. Vínrautt teppið framan við rúmið var gegndrepa af blóði, sem hafði einnig sprautast yfir á vegginn andspænis. Annars leit herbergið á hótelinu í miðbæ Þórshafnar bara friðsamlega út. Hér hafði greinilega ekki verið neinn bardagi. Bara hrein aftaka.
Stuttu fyrir jól hringir umboðsmaður stórmeistarans í Möltureglunni í Hannis Martinsson og biður hann að taka á móti sér á umferðarmiðstöðinni, þegar hann kemur til Þórshafnar. Frá því að Maltverjinn kemur til Færeyja og til jóla, fara undarlegir og ofbeldisfulli atburðir að gerasr á ýmsum stöðum landsins. Þræðir liggja aftur til krossriddaranna á Rhodos á 16. öld og til S/S Sauternes sem sökk í Fugleyjarfirði í desember 1941. Múrinn í Kirkjubæ gegnir einnig hlutverki.
