
Bókin um simpansana
2.990 kr.„Til þess að geta boðið börnum bók um dýr og mælt skilyrðislaust með henni verður maður að vera fullviss um að höfundurinn hafi til að bera staðgóða og trausta þekkingu á efninu. Enginn í heiminum skilur simpansa betur en Jane Goodall. Þar við bætist að hún lýsir þeim með hlýju og gamansemi svo að umfjöllun vísinda- mannsins verður bæði börnum og fullorðnum sannur skemmtilestur. Myndir bókar- innar tala líka skýru máli og sýna glöggt að enginn hefur kynnst hópi villtra dýra betur en Jane Goodall simpönsunum sínum.“
Konrad Lorenz, nóbelsverðlaunahafi í dýrafræði.Bókin hlaut fyrstu verðlaun alþjóðlegs verðlaunasjóðs barnabóka 1989.
Hún er í flokki bóka sem fjalla um fjölskyldur dýra – einkum tengsl móður og afkvæmis.
Næsta bók okkar í flokknum segir frá „villta“ íslenska hestinum.
