
Amma óþekka – Klandur á Klambratúni
3.190 kr.Í þessari sögu má segja að ævintýrin elti ömmu og Fanneyju Þóru alla leiðina heim.
Þær langmæðgur eru að leika sér á Klambratúni í Reykjavík þegar gömul vá lætur á sér kræla; sjálf Grýla lifnar við og er sársvöng eftir langan dvala.
Sem betur fer eru Fanney Þóra og amma ráðagóðar sem fyrri daginn.
Bergrún Íris Sævarsdóttir myndskreytti.

Afi sterki og skrímslin í Kleifarvatni
3.190 kr.Ferðalag langfeðganna heldur áfram. Nú fara þeir á Bedfordinum að Kleifarvatni með viðkomu í Strandakirkju.
Við Kleifarvatn vakna þeir upp við vondan draum. Getur verið að allar þjóðsögurnar séu sannar?
Að það séu ekki bara skessur í Þrengslunum, nykur í Hlíðarvatni heldur líka skrímsli í Kleifarvatni?

Afi sterki: Hættuför að Hlíðarvatni
3.190 kr.Afi Magni og Aron magni halda í ferðalag á Bedfordinum. Í þetta sinn er ferðinni heitið að Hlíðarvatni þar sem langfeðgarnir ætla að veiða silung í net.
Aron Magni hefur áhyggjur af því að nykurinn í Hlíðarvatni hafi vaknað um leið og skessuskammirnar í Þrengslunum en afi hefur litla trú á því.
Þeir komast þó að raun um að sumar munnmælasögur eru dagsannar!
Bergrún Íris myndskreytti bókina.
