Gunnar Helgason er fæddur 24. nóvember 1965. Hann er leikari, leikstjóri, dagskrárgerðarmaður fyrir sjónvarp og rithöfundur. Fyrsta bók hans, Goggi og Grjóni, kom út árið 1992 og síðan hefur Gunnar skrifað fjölmargar barnabækur, þar á meðal geysivinsælar bækur um fótboltastrákinn Jón Jónsson, Stellubækurnar ástsælu, Rotturnar í Hafnarlandi og þríleikinn um Alexander Daníel Hermann Dawidsson (ADHD). Gunnar fékk Vorvindaverðlaun IBBY árið 2013 fyrir fótboltabækur sínar og Bókaverðlaun barnanna fyrir bækurnar Aukaspyrna á Akureyri (2012), Rangstæður í Reykjavík (2013), Mamma klikk! (2015), Pabbi prófessor (2016), Amma best (2017) og Siggi sítróna 2018. Gunnar hefur í tvígang verið tilnefndur til Vestnorrænu barnabókaverðlaunanna fyrir hönd Íslands og árið 2023 var hann tilnefndur til heiðursverðlauna IBBY fyrir Bannað að ljúga. Gunnar hlaut Íslensku bókmenntaverðlaun 2015 í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bók sína Mamma klikk. Gunnar hefur einstakt vald á því að skrifa fyrir börn og aðdáendur hans eru ófáir og á öllum aldri. Bækur Gunnars eru allar alveg hryllilega fyndnar en svo geta þær líka verið sorglegar, fallegar og undurblíðar.

(Mynd og texti af forlagid.is)

  • Draumaþjófurinn

    Draumaþjófurinn

    Í Hafnarlandi er allt eins og það á að vera og rotturnar þekkja sinn sess í lífinu: Safnarar safna mat, Njósnarar njósna, Bardagarottur halda óvinum frá og Étarar éta og hafa það gott. Efst í virðingarstiganum er Skögultönn Foringi sem öllu ræður.

    En daginn sem dóttir hennar, Eyrnastór Aðalbarn Gullfalleg Rottudís, gerir uppreisn tekur sagan óvænta stefnu; fer með söguhetjuna okkar inn í Borgina þar sem hættur eru á hverju strái og framandi rottur leika lausum hala. Sjálfur DRAUMAÞJÓFURINN er sendur til að
    bjarga henni – eða til að deyja!

    Gunnar Helgason hefur á undanförnum árum sent frá sér fjölda gríðarvinsælla barnabóka. Fyrir Mömmu klikk! hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin og Bókaverðlaun barnanna hafa sex sinnum fallið honum í skaut. Hér skapar hann spánnýjan og spennandi söguheim sem auðvelt er að týna sér í.

    Myndir gerir Linda Ólafsdóttir sem hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir myndlýsingar sínar, hér heima og erlendis.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Palli Playstation

    Palli Playstation

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Bannað að ljúga

    Bannað að ljúga

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • LÆK

    LÆK

    Sæskrímsli, uppvakningar, tröll, kolkrabbahamstur, fangamyndavél, ofurhetja og allskyns aðrar fígúrur búa innan um mannfólkið í Hafnarfirði – og lifna við í stórskemmtilegum, sprenghlægilegum, á stundum afar sorglegum en aðallega spennandi smásögum. Nemendur á mið- og unglingastigi í Hafnarfirði skrifuðu niður hugmyndir að söguþráðum, sögusviðum og nöfnum sögupersóna. Verðlaunahöfundarnir Gunnar Helgason og Bergrún Íris drógu svo úr hugmyndunum og það var alveg sama hversu klikkaðar, skrítnar eða ótrúlegar hugmyndirnar voru, þau URÐU að nota þær. Þannig að sögurnar eru skrifaðar af Gunna, Bergrúnu og krökkunum í Hafnarfirði. Útkoman er ein hressilegasta bók sem út hefur komið!

    Hér skrifa Gunnar Helgason og Bergrún Íris níu sögur hvort og sögurnar eru myndlýstar með myndum frá nemendum í hafnfirskum skólum.

    4.890 kr.
    Setja í körfu
  • Amma slær í gegn: Stellubók #8

    Amma slær í gegn: Stellubók #8

    Gunnar Helgason þarf vart að kynna fyrir íslenskum börnum, lesendum, foreldrum, öfum og ömmum. Bækurnar hans um Stellu og skrautlega fjölskyldu hennar eru í uppáhaldi hjá þeim öllum, auk þess sem þær eru margverðlaunaðar og stjörnum hlaðnar af börnum jafnt sem hátíðlegum gagnrýnendum. Nú er komið að áttundu bókinni og hér snýr amma Köben aftur AF KRAFTI!

    Amma slær í gegn er áttunda bókin um Stellu. Lesendur þekkja fyrir sjálfhverfa unglinginn Stellu og fylgja henni, vinum hennar og skrautlegri fjölskyldu, með mömmu klikk í fararbroddi, á milli áskorana og ævintýra í hverri bók.

    4.590 kr.
    Setja í körfu