
Þrír sneru aftur
1.290 kr.„Menn leita að orku í stríði og friði, lífið þrífst á orkunni í okkur sjálfum og í náttúrunni, sagði gamli maðurinn vesældarlega.“
Á einangraðan stað suður með sjó, þar sem aldrei gerist neitt, berast fregnir af átökum heimsstyrjaldarinnar. Fyrr en varir hefur atburðarásin teygt anga sína þangað og nútíminn heldur innreið sína með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Höfundur dregur upp hárbeitta mynd af samfélagi á tímamótum; af eilífri baráttu manneskjunnar fyrir tilveru sinni, glímunni við fáfræði og fásinni, sannleika og lygi, heimsku og græðgi.
Og sagan endurtekur sig stöðugt við nýjar og breyttar aðstæður, kynslóðir koma og fara … en ættarfylgjan lætur ekki að sér hæða, enginn flýr frá sjálfum sér.
Guðbergur Bergsson hefur skrifað fjölmargar bækur, þýtt öndvegisrit og ritað greinar í blöð og tímarit. Hann hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin og verðlaun Sænsku bókmenntaakademíunnar.
Guðbergur Bergsson lauk prófi í spænskum fræðum, bókmenntum og listasögu frá La Universidad de Barcelona 1958. Fyrsta bók hans, Músin sem læðist, kom út 1961. Hann hefur skrifað barnabækur, ljóð, smásögur, skáldsögur, skáldævisögur og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál í dagblöð og tímarit bæði hér á landi og í útlöndum. Hann er afkastamikill þýðandi og hefur átt sinn þátt í því að kynna fyrir Íslendingum spænskar og portúgalskar bókmenntir. Margar bækur Guðbergs hafa verið þýddar á erlend tungumál.

Sagan af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans
1.290 kr.Þetta er saga af nokkrum framsæknum nútíma Íslendingum sem lenda í ýmsum ævintýrum en bjargast úr hverjum háska með þjóðlegu hugviti og hreysti.
Langt er síðan Guðbergur Bergsson skipaði sér í röð allra fremstu rithöfunda þjóðarinnar, og verk hans hafa notið mikillar hylli. Þessi bók er nýr sproti á þeim meiði. Persónurnar hafa ekki birst áður í bókum Guðbergs og stíllinn er nýr. Spurning er hvort skáldgáfa hans nýtur sín ekki einmitt best í þeim ærsla- og fjarstæðustíl sem hér er að finna.


Ævinlega
1.290 kr.Vífill gullsmiður er ókvæntur maður á miðjum aldri sem hefur ekki gengið í hjónaband af því hann þráir að elska manneskju aðeins einu sinni, ævilangt á meðan lífið endist, en ekki fundið hana, eins og segir í sögunni. Dag einn þegar Vífill er á gangi á Laugaveginum, birtist ljóslifandi konan sem hann hafði geymt í hjarta sínu í fjörutíu ár. Það virðist deginum ljósara að fundur þeirra tveggja er upphafið að hamingjuríkri sambúð og ævilöngu hjónabandi – og hefst þar með kostuleg frásögn af kynnum hjónaleysanna, ferð þeirra í Bláa lónið og til Grindavíkur í heimsókn til frænku.
Guðbergur Bergsson fer á kostum í lýsingu sinni á samskiptum og sambúð kynjanna. En ekki er allt sem sýnist og bak við grínið og háðið leynist saga af leit manneskjunnar að ást og hamingju.



Vorhænan og aðrar sögur
1.290 kr.Með þessu smásagnasafni kemur Guðbergur Bergsson lesendum enn einu sinni í opna skjöldu með hugmyndaflugi og efnistökum.
Hér má lesa um ævintýralegan fund persónu við sitt innra líf, uppákomu sem Guðbergur hefur löngum gert óviðjafnanleg skil. Og um vorhænu sem ferðast í lest frá Portúgal til Spánar.
Guðbergur hefur sett mark sitt á íslenskar bókmenntir í fjóra áratugi og rutt nýjar brautir í íslenskri skáldsagnaritun. Bækur hans hafa komið út víða um heim og hlotið afburða viðtökur. Skáldsagan Svanurinn hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1991 og tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1993.


Missir
2.990 kr.Bókin er gefin út í þúsund tölusettum og árituðum eintökum. Henni fylgir geisladiskur með upplestri höfundar á verkinu.







Anna
3.990 kr.ANNA er nýjasta saga Guðbergs Bergssonar í sagnaflokki þeim, sem hófst með Tómasi Jónssyni, Metsölubók. Þessi saga er vafalaust „auðlesnari“ en hinar fyrri, og útgefandi leyfir sér að álíta, að hún sé skemmtilegasta bókin í þessum frumlega sagnaflokki.
Eins og áður er eitt megin-temað í þessari sögu viðureign kynslóðanna og vettvangur þeirra fjölskyldulíf bæði fáránlegt og óhugnanlega hversdagslegt. Og höfundur leikur sér að hvers konar hugmyndarusli samtímans, þangað til merkingarleysi þess er orðið óþolandi. „Gömul hugtök eru hvarvetna á undanhaldi,“ segir hin stórmerkilega Katrín (eða Anna) á hinu dæmalausa hátíðlega máli, sem höfundur leggur án fyrirvara í munn persónum sínum. Með meiri leynd fer spé höfundar um ýmislegt það í íslenzkum nútímabókmenntum, sem þykir nýstárlegt í sjálfu sér.
Hvað er saga og hvað er veruleiki? Um það fjallar ANNA beinlínis, á sinn hátt. Það er alkunna, að nýstárlegt form veldur einatt hneykslun og angist, og það er raunar engin hætta á öðru en sagan valdi einhverjum þess konar hneykslun (þrátt fyrir prýðilegan söguþráð!). Hitt skiptir meira máli, hve margir þykjast finna, að sögugerð Guðbergs tjái íslenzkan veruleika betur en aðrar, sem við þekkjum í svipinn. Að minnsta kosti er víst, að sögur hans hafa vakið óvenjulega hrifningu ungs fólks, sem fagnar nýrri og tímaborinni list.



