
Handbók fyrir ofurhetjur – Tíundi hluti: Allir ljúga
3.690 kr.Reyndu að segja alltaf sannleikann – en stundum má satt kyrrt liggja.
Lísa veit að þær Sandra geta ekki verið vinkonur lengur. Það er of hættulegt, Sandra er jú dóttir Wolfgangs, versta skúrks í sögu Rósahæðar! En þegar Sandra biður Rauðu grímuna um að hjálpa sér að fá að heimsækja pabba sinn í fangelsið getur Lísa ekki neitað. Börn verða að fá að hitta foreldra sína og Wolfgangs er vel gætt þannig að ekkert getur farið úrskeiðis. Eða hvað?
Handbók fyrir ofurhetjur hefur slegið í gegn á Íslandi, í Svíþjóð og víðar. Þetta er tíundi hluti sögunnar um Rauðu grímuna og vini hennar.

Handbók fyrir ofurhetjur – Fjórði hluti: Vargarnir
3.390 kr.Þegar það gerist sem maður óttaðist mest, þarf maður ekki lengur að vera hræddur við neitt.
Wolfgang, hættulegasti glæpamaðurinn í bænum, er búinn að ræna bæjarstýrunni og vill fá Rauðu grímuna í skiptum fyrir hana. Hann hefur lengi langað að hafa hendur í hári Lísu og nú virðist hann hafa fundið leið til að ná henni.
Lísa veit ekki hvað hún á að gera – reyna að bjarga sjálfri sér eða fórna sér til að bjarga bæjarstýrunni? Hjálpin berst úr óvæntri átt en spurningin er hvort Lísa geti treyst þessum nýju vinum sínum.
Hröð, spennandi og skemmtileg saga um stúlku sem tekur málin í sínar eigin hendur.

Handbók fyrir ofurhetjur – Þriðji hluti: Alein
3.390 kr.Að vera ofurhetjan Rauða gríman hefur breytt öllu fyrir Lísu. Hún hefur öðlast áður ófundið sjálfstraust – en er samt ennþá einmana.
Á sama tíma óttast allir ræningjar og aðrir glæpamenn í Rósahæð að verða handsamaðir af hinni dularfullu ofurhetju. Allir nema Wolfgang, hættulegasti glæpaforinginn í bænum. Hann er orðinn þreyttur á afskiptum Rauðu grímunnar og ákveður að stöðva hana í eitt skipti fyrir öll.
Hröð, spennandi og hjartnæm saga um litla stelpu sem tekur málin í eigin hendur“

Handbók fyrir ofurhetjur – Annar hluti: Rauða gríman
3.390 kr.Ef mann dreymir nógu lengi um eitthvað sérstakt endar það með því að draumurinn rætist.
Það er komin ný ofurhetja í bæinn. Börnin í skólanum halda varla vatni yfir hinni stórkostlegu Rauðu grímu sem flýgur um og tekst á við bófa. Þau hafa ekki hugmynd um að hún er engin önnur en Lísa bekkjarsystir þeirra, sem alltaf er strítt. Síðan Lísa fann hina dularfullu „Handbók fyrir ofurhetjur“ á bókasafninu hefur hún verið að æfa sig í ofurkröftum – en núna stendur hún frammi fyrir erfiðasta verkefni sínu hingað til.
Hröð, spennandi og skemmtileg saga um stúlku sem grípur til sinna ráða.

Handbók fyrir ofurhetjur – Fyrsti hluti: Handbókin
3.390 kr.Skyndilega sá Lísa að einn bókarkjölurinn í hillunni var næstum glóandi. Á honum stóð „Handbók fyrir ofurhetjur.“ Það var eins og bókin talaði til hennar, bæði hana að taka sig upp og byrja að fletta…
Lísu líður illa í nýja skólanum. Nokkrir strákanna leggja hana í einelti og á hverjum degi leitar hún skjóls á bókasafninu. Einn daginn rekst hún á bók sem inniheldur 101 æfingu fyrir þau sem vilja verða ofurhetjur. Getur verið að það sé hægt?
Hröð, spennandi og skemmtileg saga um stúlku sem tekur málin í eigin hendur.
