


Eftirmáli regndropanna
1.290 kr.Undur og stórmerki!
Fyrirbrigði sem Íslendingar þekkja vel af lestri og sumir af reynslu.
Hvers vegna að tala um slíkt hér?
Af því að þetta er sönn tveggja orða lýsing á þeirri skáldsögu sem hér birtist.
Einar Már Guðmundsson er engum líkur. Eftirmáli regndropanna er þriðja skáldsaga hans og sögusviðið er lítið hverfi í Reykjavík, en gæti eins verið heimurinn – mannlíf, börn og fullorðnir, miklu fremur á valdi ytri afla en eigin kennda og langana. Og frá öllu er sagt með hinni hljóðlátu kímni sem einkennir svo þennan höfund.
Orðstír Einars Más Guðmundssonar berst nú um útlönd. Báðar fyrri skáldsögur hans hafa verið þýddar á Norðurlandamál og hlotið góðar viðtökur. Hann er e.t.v. íslenskastur okkar ungu höfunda, en þær íslensku aðstæður sem hann lýsir fá ævinlega almenna skírskotun – snerta alla heimsbyggðina.

Skáldleg afbrotafræði
1.290 kr.Skáldleg afbrotafræði er makalaus aldarfarssaga sem bregður upp litríkri mynd af samfélagi og tíðaranda í byrjun 19. aldar.
Nýjar hugmyndir eru á kreiki í veröldinni og upplýsingarstefnan að ryðja sér til rúms, meira að segja í örsmáu sjávarþorpi á hjara veraldar. Prestar og hreppstjórar ráða enn örlögum smælingja en alþýðan er farin að átta sig á óréttlætinu og það styttist í að hún láti verkin tala.
Hér eru ótal þræðir á lofti; gleði og sorg, kúgun og frelsi, sögulegur fróðleikur í bland við yfirskilvitleg fyrirbæri, magnaðar persónur og misfagrir hugarheimar – og allt þetta fellir höfundurinn saman í þéttan og margslunginn vef eins og honum er lagið.
Einar Már Guðmundsson hefur sent frá sér tugi skáldverka og hlotið fyrir þau ýmis verðlaun. Bækur hans hafa verið gefnar út víða um lönd en sérstakra vinsælda nýtur hann í Danmörku, þar sem bækur hans koma nú út samtímis útgáfu hér heima.






