
Sjá dagar koma
8.690 kr.Salvar Bernódusson er föðurlaus niðursetningur á kotbýli í Dýrafirði, unglingur með stóra drauma, táp og þor. Deyfð og drungi sem hvílir yfir þjóðlífinu í kjölfar harðinda og vesturferða er eitur í hans beinum og hann dreymir um framfarir, stórhug og stolt.
Úti við sjónarrönd sjá Vestfirðingar glæsileg amerísk seglskip á lúðuveiðum og óvænt kemst Salvar í pláss á slíku skipi. Þar með hefst hans bjarmalandsför yfir höf og lönd; slyppur og snauður heldur hann til Ameríku og snýr þaðan aftur vellauðugur, unir sér ekki heima en heldur til Englands og kemst þar í kynni við mann að sínu skapi; stórskáldið og athafnamanninn Einar Ben.
Fjörug og bráðskemmtileg saga um bjartsýna menn og hnípna þjóð við upphaf 20. aldar, þróttmikinn ungmennafélagsanda og framfaraþrá. Einar Kárason kann að segja þannig frá að persónur og atburðir lifni við og sögusviðið opnist og hér fá lesendur ríkulega að njóta þeirrar gáfu sagnamannsins slynga.

Stormur
1.290 kr.Eyvindur Jónsson Stormur; gustmikill sagnamaður en lítill iðjumaður, er í forgrunni þessarar nýju og kraftmiklu samtímasögu. Að Eyvindi Stormi safnast alls konar lið; drykkjumenn, hippar, bissnessmenn, bókaútgefendur, landeyður og íslenskir námsmenn erlendis. Og fyrir eina jólavertíðina vantar bókaforlag litríkan höfund og vinunum verður hugsað til Storms …
Rétt eins og fyrri verkum tekst Einari frábærlega vel í þessari nýju sögu að lýsa tíðaranda og hugmyndum, um leið og hann skemmtir lesendum með svipmiklum persónum og kostulegum uppákomum.




