• Andlit

    Andlit

    Andlit er skálduð en þó sönn saga. Hér segir Bjarni Bjarnason frá litríkri æsku á áttunda áratugnum, hvernig hann elur sig að mestu upp sjálfur, þvælist milli staða innanlands og utan og kynnist ótrúlegasta fólki; slöngukonu sem þjónað hefur heimsfrægum leikara, amerískum gúrú sem nærist á íslenskum sálum, Kleópötru sem hefur áhuga á lifnaðarháttum neðanjarðarskálda, sænskum lögreglumönnum sem finnast draumar grunsamlegir, taugatrekktum flugfreyjum og draugum af ýmsu tagi.

    Þetta er saga full af húmor, trega og hlýju en umfram allt einstök lýsing á sérkennilegu lífshlaupi.

    Bjarni Bjarnason hefur hlotið Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness, Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hér sýnir hann á sér nýja hlið með léttleikandi verki sem á köflum er lygilegra en nokkur skáldsaga.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Læknishúsið

    Læknishúsið

    Gamla Læknishúsið á Eyrarbakka á sér dularfulla sögu; eldar hafa kviknað, fólk hefur glímt við óútskýrð veikindi og óvænt dauðsföll orðið.

    Rithöfundurinn Steinar varð hluti af sögu hússins þegar hann bjó þar í æsku hjá öldruðum frændum sínum, öðrum blindum, hinum mállausum. Mörgum árum síðar flytur hann aftur í húsið ásamt eiginkonu sinni sem er ólétt að tvíburum en hún er ráðherra í fyrstu ríkisstjórn Íslands eftir bankahrunið.

    Eftir komu hjónanna í húsið fer af stað spennandi og dulúðug atburðarás þar sem leyndir atburðir úr sögu hússins blandast saman við átök í samtímanum.

    Bjarni Múli Bjarnason er margverðlaunaður höfundur en hann sýnir hér á sér nýja hlið. Sagan byggist á atburðum frá því að hann bjó sjálfur í Læknishúsinu ásamt eiginkonu sinni sem er fyrrverandi ráðherra. Bjarni er bókmenntafræðingur og höfundur tuttugu skáldverka sem meðal annars hafa komið út á færeysku, arabísku, þýsku og ensku. Verk eftir hann hafa verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlotið Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Dúnstúlkan í þokunni
  • Borgin bak við orðin

    Borgin bak við orðin

    1.290 kr.
    Setja í körfu