• Sokkalabbarnir - Grændís græn af öfund
  • NammiDagur

    NammiDagur

    Bráðfyndin hrollvekja í bland við sjóðheita ástarsögu. Dagur og Ylfa ranka við sér í líkhúsinu, hissa á að vakna aftur eftir skotárás sérsveitarinnar. Þau leggja á flótta, húkka sér far út á land og hreiðra um sig í bústað með nóg af grillkjöti í nesti …

    En hvaðan kom kjötið og hversu lengi geta bálskotnir unglingar verið saman í bústað án þess að hitni verulega í kolunum?

    Höfundar NammiDags hafa hlotið verðskuldað lof lesenda og gagnrýnenda og hafa fengið bæði verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín.

    4.990 kr.
    Setja í körfu
  • Vinur minn, vindurinn

    Vinur minn, vindurinn

    Getur þú blásið eins og vindurinn, öskrað eins og rokið og hvíslað eins og golan?

    Bækur Bergrúnar Írisar hafa frá upphafi vakið athygli og aðdáun jafnt hjá ungum sem öldnum lesendum og hlotið fjölda tilnefninga og verðlauna. Fyrstu myndabækur hennar, Vinur minn, vindurinn og Sjáðu mig, sumar? eru hér samankomnar í endurbættri útgáfu í einu fallegu verki sem gleður augað og eykur orðaforðann um uppáhaldsumræðuefni Íslendinga – veðrið.

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • LÆK

    LÆK

    Sæskrímsli, uppvakningar, tröll, kolkrabbahamstur, fangamyndavél, ofurhetja og allskyns aðrar fígúrur búa innan um mannfólkið í Hafnarfirði – og lifna við í stórskemmtilegum, sprenghlægilegum, á stundum afar sorglegum en aðallega spennandi smásögum. Nemendur á mið- og unglingastigi í Hafnarfirði skrifuðu niður hugmyndir að söguþráðum, sögusviðum og nöfnum sögupersóna. Verðlaunahöfundarnir Gunnar Helgason og Bergrún Íris drógu svo úr hugmyndunum og það var alveg sama hversu klikkaðar, skrítnar eða ótrúlegar hugmyndirnar voru, þau URÐU að nota þær. Þannig að sögurnar eru skrifaðar af Gunna, Bergrúnu og krökkunum í Hafnarfirði. Útkoman er ein hressilegasta bók sem út hefur komið!

    Hér skrifa Gunnar Helgason og Bergrún Íris níu sögur hvort og sögurnar eru myndlýstar með myndum frá nemendum í hafnfirskum skólum.

    4.890 kr.
    Setja í körfu
  • VeikindaDagur

    VeikindaDagur

    Þetta byrjaði þegar ég gleymdi að taka lyfin. Fimm dögum síðar ligg ég í líkhúsinu … dáinn og stjarfur á köldu stálborðinu. Dagur er eitthvað svo ólíkur sjálfum sér, með botnlausa matarlyst, dynjandi höfuðverk, gloppur í minninu og óteljandi spurningar. Hvað varð eiginlega um Breka? Af hverju er auga í klósettinu? Á hann kannski séns í Ylfu Dögg?

    Þetta byrjaði allt þegar ég gleymdi að taka lyfin mín. Fimm dögum síðar ligg ég í líkhúsinu … dáinn og stjarfur á hrollköldu stálborðinu.

    Dagur er eitthvað svo ólíkur sjálfum sér, með botnlausa matarlyst, dynjandi höfuðverk, gloppur í minninu og óteljandi spurningar. Hvað varð eiginlega um Breka? Af hverju er auga í klósettinu? Á hann kannski séns í Ylfu Dögg?

    VeikindaDagur er æsispennandi hrollvekja eftir þau Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Sigmund Breiðfjörð. Sögur þeirra og teikningar hafa heillað lesendur um árabil en í þessari blóðugu bók halda þau á nýjar og hræðilegar slóðir. Bókin er prýdd ótal ógnvekjandi teikningum og er ALLS EKKI fyrir viðkvæma!

    4.490 kr.
    Setja í körfu
  • Töfralandið

    Töfralandið

    Töfralandið er lofsöngur Bergrúnar um bækur, því hún veit að bækurnar geyma það besta og þú sérð það líka um leið og þú lest það!

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Sokkalabbarnir - Sóli fer á ströndina

    Sokkalabbarnir – Sóli fer á ströndina

    Sóli og Sokkalabbarnir tína skeljar og borða nesti í fjöruferð. Þegar krabbi kemst í klandur reynir á þau að koma til bjargar. Í landi Sokkalabbanna búa tilfinningaríkir sokkar í ýmsum litum. Með þeim fá börn tækifæri til að skoða og reyna að skilja betur hinar ýmsu tilfinningar, hvort sem þær eru erfiðar, skrítnar eða skemmtilegar.

    2.190 kr.
    Setja í körfu
  • Sokkalabbarnir

    Sokkalabbarnir

    Dag einn fer hvítur sokkur í þvottavélina og snýst þar, hring eftir hring, þar til hann þýtur inn í dularfulla og litríka ævintýraveröld. Í landi Sokkalabbana búa tilfinningaríkir sokkar í ýmsum litum. Með lestri bókarinnar læra börn að tala um og skilja hinar ýmsu tilfinningar, hvort sem þær eru erfiðar, skrítnar eða skemmtilegar.

    4.490 kr.
    Setja í körfu
  • Langelstur í leynifélaginu

    Langelstur í leynifélaginu

    Áður var Rögnvaldur langelstur í bekknum en nú hafa hlutverkin snúist við og Eyja er orðin langyngst á dvalarheimilinu með tilheyrandi gríni og glensi.

    Eftir skemmtilegan skólavetur eru vinirnir Eyja og Rögnvaldur komin í sumarfrí! Þegar hinn háaldraði Rögnvaldur flytur á dvalarheimili fær Eyja að fylgja honum á meðan foreldrar hennar eru fastir í vinnu. Fljótlega bætast fleiri krakkar úr bekknum í hópinn. Saman stofna þau leynifélag og leggja ýmislegt á sig til að komast að því hvort forstöðukona heimilisins sé raunveruleg manneskja eða illt og sálarlaust vélmenni!

    3.690 kr.
    Setja í körfu
  • Langelstur í bekknum

    Langelstur í bekknum

    Það getur verið dálítið skrítið að byrja í nýjum skóla þar sem maður þekkir engan. En það eiginlega stórfurðulegt þegar níutíu og sex ára gamall karl sest við hliðina á manni og enginn kippir sér upp við það!

    Fljótlega verða bekkjarfélagarnir Eyja og Rögnvaldur ágætis vinir þrátt fyrir níutíu ára aldursmun. Þegar Eyja kemst að leyndarmáli Rögnvaldar gera þau með sér samning en tekst Eyju að standa við hann?

    3.690 kr.
    Setja í körfu
  • Langelstur að eilífu

    Langelstur að eilífu

    Dag einn er lífi Eyju snúið á hvolf. Mamma og pabbi færa henni gleðifréttir – sem gleðja bara alls ekki neitt.

    Á sama tíma hrakar heilsu Rögnvaldar, hins 97 ára gamla besta vinar hennar og bekkjarfélaga. Eyju finnst eins og allt sé að breytast, allt of hratt!

    Svo fær Eyja frábæra hugmynd! Eftir dálitlar samningaviðræður tekst henni að sannæra Rögnvald og vinirnir halda í skemmtileg, hættuleg og spennandi ævintýri!

    Eyja lærir að oft er stutt á milli sorgar og gleði og að stórar breytingar þurfa alls ekki að vera svo slæmar.

    3.690 kr.
    Setja í körfu
  • Kennarinn sem sneri aftur

    Kennarinn sem sneri aftur

    Stefanía, Hekla Þöll, Sara, Fannar, Óli Steinn og Axel eru komin í 8.bekk. Þótt þau hafi myndað þéttan vinahóp treystir Stefanía engum fyrir því sem gengur á heima. Dag einn eignast hún trúnaðarvin á netinu sem hún segir öll sín myrkustu leyndarmál. Þegar krakkarnir fara á hrekkjavökuhátíð í miðbænum fer af stað röð dularfullra atburða og Stefanía þarf að kafa djúpt eftir hugrekki sínu til að takast á við skelfilegar og krefjandi ógnir.
    Hvað gerist ef þú ert grafinn lifandi?Eru skuggaverur í kirkjugarðinum?

    Er lögreglunni treystandi?

    Bækurnar um krakkana í BÖ bekknum hafa hlotið ýmis verðlaun, tilnefningar og viðurkenningar. Í bókunum fylgjumst við með sex nemendum sem hver á sína rödd í mismunandi bók.

    Bækurnar fjalla á afar næman hátt um þau fjölbreyttu málefni sem börn og unglingar þurfa að fást við í nútímasamfélagi. Málefni eins og einelti, einhverfu, kynhneigð, vináttu, ofbeldi og ýmsu öðru misalvarlegu. Skilaboðin eru þó ávallt þó að best sé að hafa vináttu, samheldni, samvinnu og skilning að leiðarljósi, þannig eru manni flestir vegir færir.

    4.390 kr.
    Setja í körfu