• Gratíana

    Gratíana

    Langþráð framhald Hansdætra. Leiftrandi örlaga- og þroskasaga ungrar konu sem tekst á við sjálfa sig og viðteknar venjur í byrjun tuttugustu aldar.

    Þær framtíðarvonir sem Gratíana bar í brjósti sér eru að engu orðnar eftir þrjú ár í Bótarbugt en Evlalía móðir hennar er óbuguð enn. Með kænsku hreyfir hún við lífshjólinu og markar nýja stefnu, ekki aðeins fyrir sjálfa sig, heldur ekki síst Gratíönu og Ásdísi. Glóð kvenréttinda lifir í hjarta Gratíönu en samhliða kvikna aðrir logar sem hún brennir sig á, skilur ekki til fulls og veit ekki hvort hún vill glæða eða slökkva.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Speglahúsið

    Speglahúsið

    Miðaldra hárgreiðslukonan Rósa leggur skærin á hilluna, flytur austur í Mjóafjörð og kemur á fót óvenjulegri ferðaþjónustu. Meðan ferðamenn setja sig í spor Lísu, sem lá lömuð þar um miðja síðustu öld, bakar Rósa fyrir kaffihúsið og hugsar til ömmu sinnar sem sá um Lísu og heimilið.

    Mögnuð saga frá höfundi Hansdætra.

    1.990 kr.
    Setja í körfu
  • Hansdætur

    Hansdætur

    Sumt fólk skilur ekkert nema kindur og fisk, líklega skilja Íslendingar ekkert nema kindur og fisk, sérstaklega ekki karlmenn.

    Í vestfirsku sjávarplássi í byrjun tuttugustu aldar gengur hver til sinna verka og nær óhugsandi er að rjúfa mörk stéttar og stöðu. Kona sem á þrjú börn með þremur mönnum á sér ekki viðreisnar von en dóttir hennar Gratíana þráir breytta tíma og betra líf. Hún hafnar þeim kvöðum sem hvíla á kven-fólki, hún vill ganga í buxum, frekar sulla í víni en vatni, og hún vill að Sella fái að syngja og Rannveig að ganga í skóla.

    Hansdætur er áhrifamikil örlagasaga úr íslenskum veruleika. Við sögu koma harðgerðar konur, viðkvæmar sálir, andans menn, óreiðufólk af ýmsu tagi, draumar og þrár, sorgir og sigrar.

    Benný Sif Ísleifsdóttir hefur skrifað fyrir bæði börn og fullorðna en Hansdætur er önnur skáldsaga hennar.

    1.290 kr.
    Setja í körfu