
Draugagangur og derby
4.490 kr.Eyvör og Milena byrja að æfa glænýja íþrótt; roller derby!
Æfingarnar breytast þó í rúllandi ráðgátu þegar námskeiðinu er aflýst! Dularfullir atburðir í hjólaskautahöllinni gera það að verkum að það verður að loka henni. Með hjálp nýrra vina taka Eyvör og Milena málin í sínar hendur og reyna að leysa ráðgátuna.

Ævintýri Munda lunda
2.590 kr.Það verður uppi fótur og fit, eða öllu heldur loppur og sundfit, þegar Mundi lundi bætist í fjölskylduna. Þó hundarnir Spotti og Flækja vilji leika verður ekki það sama sagt um Ólíver sem stöðugt reynir koma fuglinum fyrir kattarnef. Saman lendir hópurinn í ótrúlegustu ævintýrum.

The Adventures of Mundi the Puffin
2.590 kr.Things really get interesting when Mundi the blind puffin joins the family!
The two dogs Fly and Spot, love to play with their new friend but the same cannot be said for the cat of the household, who constantly tries to spoil the fun. Together this band of friends gets into all kinds of exciting adventures.
This is the author’s third book and is dedicated to the memory of Mundi the blind puffin and his thousands of social media friends from all around the world. And it’s thanks to the talents of Iðunn Arna that these colorful characters come to life through her wonderful illustrations.

Brásól Brella: Gildrur, gátur og Glundroði
3.990 kr.Brásól Brella hefur náð tökum á galdrakröftunum sínum. Eða svona nokkurn veginn. Það kemur nefnilega enn fyrir að hún galdri sig í örlítil vandræði. En núna er Kata systir hennar horfin og Brella kannast ekki við að eiga neinn þátt í því. Brella heldur af stað í leit að systur sinni. Vísbendingarnar leiða hana gegnum hinn stórhættulega Stóraskóg þar sem heyrst hefur af varasömum vampíruveiðurum.
TEKST BRELLU AÐ FINNA KÖTU OG STÖÐVA ILL RÁÐABRUGG VEIÐARANNA ÁÐUR EN AÐ VERÐUR UM SEINAN?
Ásrún Magnúsdóttir er með MA-gráðu í enskukennslu og hefur mikinn áhuga á ævintýrum og þjóðsögum. Hún hefur einnig einstakt dálæti á dýrum. Skemmtilegast þykir henni þegar það tvennt blandast saman.
