• 101 dagur í Bagdag

    101 dagur í Bagdag

    Åsne var í Bagdad þegar fyrstu sprengjurnar féllu á borgina og þar til yfir lauk var hún í hringiðu atburða og flutti fréttir af vettvangi. Í bókinni lýsir hún því sem á daga hennar dreif, en á tíu ára ferli sínum sem stríðsfréttamaður segist Åsne aldrei hafa unnið við erfiðari aðstæður en í Írak. Hún dregur upp áhrifamiklar myndir úr stríði sem segja mikla sögu af lífi venjulegs fólks við hrikalegar aðstæður.

    „Þetta er bók um ferð blaðamanns, stríð og fólk í stríði. Í hundrað og einn dag, frá því í janúar og fram í apríl 2003, reyndi ég að miðla því sem ég upplifði í Bagdad … Áður en stríðið braust út þurfti að kljást við grundvallarvanda: Enginn sagði orð. Írakarnir töluðu undir rós og af miklum barnaskap – af hræðslu við að segja eitthvað vitlaust eða láta uppi hvað þeir voru að hugsa.“

    Åsne Seierstad er heimsþekktur stríðsfréttaritari. Sérstaklega hefur raunsæ umfjöllun hennar um ástandið í Afganistan og Írak eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 vakið mikla athygli. Hún hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir bækur sínar og öðlaðist heimsfrægð fyrir metsölubókina, Bóksalann í Kabúl. Bók hennar, 101 dagur í Bagdad, hefur hlotið frábærar viðtökur og er af mörgum talin áhrifamesta lýsing á Íraksstríðinu sem völ er á.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Einn af okkur – Saga af samfélagi

    Einn af okkur – Saga af samfélagi

    Íbúarnir á svæðinu tóku sannarlega eftir honum. Stelpunum á hárgreiðslustofunni þótti hann sætur þegar hann kom einu sinni þangað í klippingu, afgreiðslumaðurinn í tölvubúðinni hélt að hann væri hommi en Kúrdanum sem átti kebabstaðinn í plássinu fannst hann vera vingjarnlegasti Norðmaður sem hann hafði nokkurn tímann hitt.

    Einn af okkur er áhrifamikil saga fólks í leit að samastað innan ramma samfélagsins. Rashid-systurnar frá Nesodden. þrír vinir frá Troms. Ungur maður frá Ósló. Öll hittust Þau í Útey 22. júlí 2011.

    Einn af okkur lýsir voðaverkum og hryllingi en hún er líka mögnuð og mikilvæg samtímasaga um von og höfnun, ást og fordóma.

    Åsne Seierstad er margverðlaunaður stríðsfréttaritari og rithöfundur, einna þekktust fyrir Bóksalann í Kabúl sem naut fádæma vinsælda og kom út á fjöldamörgum tungumálum. Eftir að Anders Behring Breivik kom fyrir sprengju í stjórnarhverfinu í Ósló og myrti 69 manns í Útey hóf Seierstad í fyrsta sinn að skrifa um sína eigin þjóð.

    990 kr.
    Setja í körfu