
Skrímslaveisla
4.890 kr.Litla skrímslið ætlar að halda stórkostlega veislu og bjóða til hennar útvöldum heiðursgestum. En hvað gerist þegar fínu og frægu gestirnir láta ekki sjá sig?
Skrímslaveisla er ellefta bókin um skrímslavinina en sögurnar um litla, stóra og loðna skrímslið hafa komið út á fjölda tungumála, hvarvetna vakið hrifningu og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar. Hér halda skrímslin áfram að heilla börn og fullorðna og bjóða til veislu!

Allt annar handleggur
4.390 kr.Þegar teiknari og rithöfundur verður fyrir því óláni að handleggsbrotna eru góð ráð dýr. Í þessu tilfelli varð óhappið kveikjan að myndasyrpu með 34 persónum, en leikmunir voru sóttir í ýmsar ruslakistur og hirslur á heimilinu. Við þessa flóru bættust síðan limrur til að túlka mismunandi persónur. Óvenjuleg og bráðfyndin bók!
