
Þykjustuleikarnir
1.490 kr.Í Þykjustuleikunum, nýjustu ljóðabók Antons Helga Jónssonar er okkur boðið í sirkus þar sem fer fram samfelld dagskrá og alls konar persónur, misjafnlega kunnuglegar, eru kynntar til leiks. Ólíkar raddir skiptast á, sumt er fyndið, sumt sorglegt og stundum lætur hryllingurinn á sér kræla. Þessi leikur með gervi og raddir endurspeglast að nokkru í útliti og uppsetningu þessarar nýstárlegu ljóðabókar. Anton Helgi hefur lengi verið í hópi okkar allra vinsælustu skálda, tilfinningaríkur, orðsnjall og uppátækjasamur. Þykjustuleikarnir eru tíunda ljóðabók hans.

Tvífari gerir sig heimakominn
1.490 kr.Tvífari gerir sig heimakominn er ljóðabók eftir Anton Helga Jónsson. Sviðið er höfuðborgin og í bókinni er að finna ljóð tengd ákveðum stöðum í Reykjavík s.s. Borgartúni, Miklubraut og Rauðavatni en einnig „óskáldlegri“ stöðum á borð við elliheimili, stúku á íþróttavelli og verslunarmiðstöð. Í bókinni birtast augnabliksmyndir af fólki sem oftar en ekki er að leita eftir sambandi við aðra en nær því ekki alltaf og situr eftir spyrjandi.

Ég hugsa mig: Nokkur ljóðaljóð og sagnir
5.190 kr.Hér er á ferðinni ellefta bók skáldsins Antons Helga sem kemur út á hálfrar aldar höfundarafmæli hans.
Ég hugsa mig er vegleg og falleg ljóðabók með ríkulegum myndskreytingum í lit eftir listakonuna Sossu, gerðum sérstaklega fyrir þessa útgáfu.


Ljóð af ættarmóti
1.490 kr.Í ljóðabók Antons Helga Jónssonar heyrum við raddir fólks á ættarmóti, eins og nafnið bendir til. Það fagnar gömlum vinum, segir slúðursögur, rifjar upp minningar, harmar liðna tíð, þráir liðna tíð, játar syndir sínar, opinberar syndir annarra, skammast út í aðra, skammast sín, áfellist yfirvöld eða engist um af samviskubiti. Hér geta allir heyrt í sjálfum sér – þú líka.
Anton Helgi hefur hlotið lof og viðurkenningar fyrir ljóð sín, meðal annars Ljóðstaf Jóns úr Vör. Ljóð af ættarmóti er fimmta ljóðabók hans.
