• Skólastjórinn

    Skólastjórinn

    Salvar, 12 ára gamall vandræðagemlingur, sótti um stöðu skólastjóra því honum fannst það fyndið. Alveg þangað til hann fékk stöðuna. Vopnaður endalausum hugmyndum (Pítsa og kandífloss í hádegismat! Nemendur mega reka tvo kennara á ári! Grís í hvern bekk!) ræður Salvar skyndilega ríkjum í skólanum ásamt bestu vinkonu sinni, Guðrúnu.

    Skólastjórinn er sprenghlægileg og hjartnæm þroskasaga, ríkulega myndlýst af Elínu Elísabetu Einarsdóttur. Fullkomin fyrir alla sem hafa einhvern tímann verið í skóla.

    Ævar Þór Benediktsson er einn vinsælasti höfundur landsins. Hann hefur sent frá sér tæplega fjörutíu bækur og fengið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, bæði innan lands og utan. Fyrir Skólastjórann hlaut hann Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur.

    6.390 kr.
    Setja í körfu
  • Piparkökuborgin - Þín eigin saga #11

    Piparkökuborgin – Þín eigin saga #11

    Þín eigin saga: Piparkökuborgin fjallar um girnilegt bakkelsi, gríðarstóran bakarofn, grimmar nornir – og ÞIG! Því þú ræður hvað gerist!

    Mundu bara að ef sagan endar illa má alltaf reyna aftur – það eru mörg mismunandi sögulok!

    Bækur Ævars Þórs Benediktssonar þar sem lesandinn ræður ferðinni hafa notið gríðarlegra vinsælda á undanförnum árum. Hér spinnur hann þráð úr bók sinni Þitt eigið ævintýri í stuttum köflum og aðgengilegum texta.

    Evana Kisa myndlýsir.

    3.690 kr.
    Setja í körfu
  • Stórkostlegt líf herra Rósar

    Stórkostlegt líf herra Rósar

    Stórkostlegt líf herra Roósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki

    Herra Rós talar eingöngu við sjálfan sig og þá oftast um stjórnmál. Stundum er hann sammála, stundum ekki. Haraldur Sigfússon á sér þann draum að búa í piparkökuhúsi og á fimmtugsafmæli sínu tilkynnir hann að það sé loksins komið að því. Jón Jónsson er venjulegasti maður landsins samkvæmt meðaltali og Gunnar er til í tveimur eintökum. Einhvers staðar, efst á hárri byggingu, stendur ónefndur maður á brún og horfir niður. Hann ætlar sér að stökkva en það eru ákveðnir hlutir sem verða að gerast áður. Svo er það stelpan sem vinnur í kirkjugarðinum; hún hreinlega lifir fyrir miðvikudaga. Á miðvikudögum er nefnilega kveikt á líkbrennsluofnunum og allur kirkjugarðurinn angar af vöfflum.

    Hér má einnig finna sögur af svaðilförum flatbökusendils, minnisleysi, mannáti, óhappdrætti, skuggaskorti og manninum sem býr til vísbendingar fyrir Jóladagatal Sjónvarpsins.

    Ævar Þór Benediktsson er 25 ára nýútskrifaður leikari. Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögurúle af ótrga venjulegu fólki er fyrsta bók hans.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Drengurinn með ljáinn
  • Skólaslit #3: Öskurdagur

    Skólaslit #3: Öskurdagur

    Endalokin nálgast! Myrkrið hefur sigrað. Ísland verið lagt í rúst. Þau örfáu sem eftir lifa hafa leitað skjóls á litlum víggirtum bóndabæ á Reykjanesinu. En þau geta ekki falið sig endalaust. Handan við hornið bíður þeirra barátta upp á líf og dauða, þar sem eitt er víst: Það munu ekki allir lifa af.

    Skólaslit 3: Öskurdagur eftir Ævar Þór Benediktsson er seinasta Skólaslita-bókin. Sagan birtist fyrst sem ógnvekjandi hrekkjavökudagatal en kemur nú út á bók – sem lesendur munu tæta í sig. Ari H.G. Yates og Lea My Ib teikna hrollvekjandi myndir.

    Í bókinni má líka finna Jólaslit– áður óútgefna smásögu sem gerist á milli Skólaslita 2 og 3!

    5.990 kr.
    Setja í körfu