Upplýsingar
| Útgefandi | |
|---|---|
| Útgáfuár | 1974 |
| Tungumál | |
| Form | Innbundin |
| Ástand | notuð |
1.490 kr.
Ísland í ljóðum sautján nútímaskálda
Jóhann Hjálmarsson valdi
Í tilefni 1100 ára afmælis Íslandsbyggðar
Í ljóðasafninu Til landsins, sem gefið er út í tilefni ellefu hundruð ára afmælis Íslandsbyggðar, eru ljóð eftir sautján íslensk nútímaskáld. Jóhann Hjálmarsson hefur valið ljóðin og segir hann m.a. í inngangi:
„Tilgangur þessarar bókar er margþættur. Henni er fyrst og fremst ætlað að vera sýnishorn þess hvernig íslensk nútímaskáld yrkja um landið. Frá elsta skáldinu til hins yngsta virðist mér að unnt sé að greina samhengi. Hin nánu tengsl við náttúruna eru þau einkenni íslensks nútímaskáldskapar, sem hvað greinilegust eru. Þau eru sú hefð, sem íslensk skáld hafa ræktað með bestum árangri. Að eiga sér land, fjarri óhreinum borgum, menguðu andrúmslofti iðnaðarhverfa, er gjöf, sem við eigum að vera þakklát fyrir og okkur ber að standa vörð um. Um leið og þessi bók gefur hugmynd um hvernig ort er um landið ætti hún einnig að vísa veginn til framtíðarinnar. Sum ljóðin eru varnaðarorð. Þau brýna okkur til að sofna ekki á verðinum, minnast þeirrar gjafar, sem okkur hefur verið gefin, reyna að halda landinu óspilltu. Að náttúrunni steðjar hætta, jafnvel eyðing. Vistfræðingar hafa aðvarað okkur. Skáldin eru í þeim hópi, sem gefur orðum þeirra gaum. Enda þótt flest ljóðin í bókinni lýsi innileik, sem skapast milli manns og náttúru, nánu og hjartfólgnu trúnaðarsambandi, er umheimurinn með vandamál sín og kröfur aldrei fjarri.“
Í bókinni eru fjórar myndir eftir Sverri Haraldsson, listmálara.
Á lager
| Útgefandi | |
|---|---|
| Útgáfuár | 1974 |
| Tungumál | |
| Form | Innbundin |
| Ástand | notuð |