Upplýsingar
| Höfundur | |
|---|---|
| Útgefandi | |
| Útgáfuár | 2025 |
| Þýðandi | |
| Tungumál | |
| Form | Sveigjanleg kápa |
4.390 kr.
Ég tók upp bókina, sneri henni við og las nafnið Jules Verne og titilinn Grant skipstjóri og börn hans prentað gylltum stöfum á litaða kápumynd sem sýndi furðulegan leiðangur í undarlegu landslagi. „Hvar fékkstu þessa bók?“ spurði ég.
Strákurinn sem las Jules Verne er áhrifamikil söguleg skáldsaga sem gerist á Spáni á fimmta áratug síðustu aldar. Nino er níu ára gamall og elst upp í búðum Þjóðvarðliðsins í bænum Fuensanta de Martos. Sumarið 1947 kemur hinn dularfulli Pepe Portúgali til bæjarins og sest þar að í gamalli, yfirgefinni myllu. Pepe verður besti vinur hins veiklulega og lágvaxna Ninos.
Vinskapur þeirra og lestur bóka Jules Verne verður til þess að Nino fer að sjá skæruhernaðinn á heimaslóðum sínum undir forystu hins goðsagnakennda leiðtoga Cencerro í nýju ljósi. En Nino gætir þess vandlega að halda því fyrir sig hvers hann verður áskynja.
Á lager
| Höfundur | |
|---|---|
| Útgefandi | |
| Útgáfuár | 2025 |
| Þýðandi | |
| Tungumál | |
| Form | Sveigjanleg kápa |