Availability: Á lager

Stórkostlegt líf herra Rósar

SKU: SKLD0STOLIF

1.290 kr.

Stórkostlegt líf herra Roósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki

Herra Rós talar eingöngu við sjálfan sig og þá oftast um stjórnmál. Stundum er hann sammála, stundum ekki. Haraldur Sigfússon á sér þann draum að búa í piparkökuhúsi og á fimmtugsafmæli sínu tilkynnir hann að það sé loksins komið að því. Jón Jónsson er venjulegasti maður landsins samkvæmt meðaltali og Gunnar er til í tveimur eintökum. Einhvers staðar, efst á hárri byggingu, stendur ónefndur maður á brún og horfir niður. Hann ætlar sér að stökkva en það eru ákveðnir hlutir sem verða að gerast áður. Svo er það stelpan sem vinnur í kirkjugarðinum; hún hreinlega lifir fyrir miðvikudaga. Á miðvikudögum er nefnilega kveikt á líkbrennsluofnunum og allur kirkjugarðurinn angar af vöfflum.

Hér má einnig finna sögur af svaðilförum flatbökusendils, minnisleysi, mannáti, óhappdrætti, skuggaskorti og manninum sem býr til vísbendingar fyrir Jóladagatal Sjónvarpsins.

Ævar Þór Benediktsson er 25 ára nýútskrifaður leikari. Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögurúle af ótrga venjulegu fólki er fyrsta bók hans.

Á lager

Upplýsingar

Höfundur

Útgefandi

Útgáfuár

2010

Tungumál

Kápuhönnun

Form

Kilja

Ástand

notuð