Availability: Á lager

Stjörnur og stórveldi: Á leiksviðum Reykjavíkur 1925-1965

SKU: SKLD0STJSTO

1.290 kr.

Þetta er svolítið óvenjuleg bók. Hún er blanda af fræðimennsku og sagnaskemmtan, leiklistargagnrýni og leiklistarsögu, persónulegum endurminningum og hugleiðingum. Þegar höfundur hefur hana nú fyrir sér fullsamda læðist þó að honum sá grunur að hún sé fyrst og síðast ástarjátning hans til leiklistarinnar sjálfrar. Hún er skrifuð sem safn stuttra ævisagna, æviþátta, um þá leikara sem ásamt hópi yngri starfsfélaga sinna gerðu íslenska atvinnuleiklist að veruleika um miðja síðustu öld. Allir voru þeir hver með sínum hætti mikilhæfir listamenn, enginn þeirra alfullkominn, en þegar upp var staðið höfðu þeir á fjórum áratugum eða svo gefið þjóðinni leikhús sem hún mat mikils og vildi ekki vera án. Og á sjöunda og áttunda áratug aldarinnar hreif list þessa fólks svo ungan dreng að hann setti leiklistina öðrum listum ofar og helgaði henni starfskrafta sína fulltíða maður.
JVJ

Í bókinni er nýstárlegum aðferðum beitt til að varpa ljósi á merkan kafla í íslenskri leiklistarsögu. Höfundur segir sögu allra helstu leikara tímabilsins, sigra þeirra og ósigra, jafnframt því sem hann gerir valdabaráttunni að tjaldabaki ítarleg skil. Hann hefur kannað ógrynni heimilda við undirbúning verksins og dregur fram í dagsljósið margt sem legið hefur í þagnargildi allt til þessa dags. Það er síst ofsagt að bókin sé hvalreki fyrir alla sem áhuga hafa á leiklist og íslenskri menningarsögu síðustu aldar.

Jón Viðar Jónsson hefur verið um árabil einn helsti leiklistargagnrýnandi þjóðarinnar. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1975 og lauk doktorsprófi í leiklistarfræðum frá Stokkhólmsháskóla árið 1996. Á árunum 1982 til 1991 var hann leiklistarstjóri Útvarps. Hann gegndi stöðu forstöðumanns Leikminjasafns Íslands frá stofnun þess árið 2003 til 2012. Jón Viðar hefur fengist jöfnum höndum við fræðastörf og leiklistar- gagnrýni, ritað ævisögur Stefaníu Guðmundsdóttur leikkonu og Jóhanns Sigurjónssonar, annast útgáfu á heildarsöfnum leikrita Jökuls Jakobssonar og Guðmundar Steinssonar, auk þess sem hann hefur birt fjölda greina og ritgerða um leiklistarsögu og skyldar greinar í blöðum og tímaritum.

Á lager

Upplýsingar

Höfundur

Útgefandi

Útgáfuár

2019

Tungumál

Form

Innbundin

Ástand

notuð