Availability: Á lager

Mzungu

7.790 kr.

Eftirvænting ríkir í loftinu þegar Hulda kemur til Kenía þar sem hún ætlar að starfa á heimili fyrir munaðarlaus börn. Íslendingurinn Skúli er í forsvari fyrir heimilið og virðist stýra því af miklum myndarskap og hlýju. Þegar líða tekur á dvölina fer Huldu þó að gruna að ekki sé allt með felldu.

Mzungu er hörkuspennandi og áleitin frásögn um hvert góður vilji og löngun til að bæta heiminn getur leitt. Verðlaunahöfundurinn Þórunn Rakel Gylfadóttir og Simon Okoth Aora meðhöfundur hennar draga af næmni og skarpskyggni upp æsilega atburðarás byggða á sönnum atburðum um líf og örlög fólks í Kenía.

Mzungu: Sá eða sú sem ráfar stefnulaust um, upphaflega notað í Austur-Afríku til að lýsa landkönnuðum á 18. öld. Í dag er þetta hugtak aðallega notað um Vesturlandabúa.

Á lager

Upplýsingar

Höfundur

,

Útgefandi

Útgáfuár

2025

Tungumál

Form

Innbundin