Upplýsingar
| Höfundur | |
|---|---|
| Útgefandi | |
| Útgáfuár | 1989 |
| Kápuhönnun | |
| Tungumál | |
| Blaðsíður | 154 |
| Form | Innbundin |
| Ástand | notuð |
19.990 kr.
Fyrsta skáldsaga Jóns Gnarr.
„Þetta er okkar draumur, okkar einkamartröð og við getum gert allt sem okkur langar til!“
Miðnætursólborgin er óhugguleg og tæpitungulaus skáldsaga þrungin óslökkvandi losta og hamslausu ofbeldi. Hún segir frá Runólfi, foringja sjóræningjafélagsins, sem kemur til Miðnætursólborgarinnar að leita hefnda. Kynlíf og morð setja svip sinn á söguna alla. Og blóð sem hættir aldrei að renna . . Bók sem þú getur ekki lagt frá þér!
Í æsku var Jón Gnarr hjartveikur og taugaveiklaður drengur ofsóttur af jafnöldrum sínum sakir vanmáttar síns. En með lestri hollra ævintýrabóka öðlaðist hann þrá til sjálfsbjargar. Hann lærði af Konungi frumskóganna að sveifla sér kaðal af kaðli og af Hróa hetti og kátum köppum hans að skjóta ör af boga. Og með hjálp heilbrigðis- og aflkerfis Charles Atlas varð hann loks það sem allir heilbrigðir strákar þrá að verða: Útlagadrengurinn og Konungur ævintýranna!
Þetta er hans fyrsta skáldsaga.
Á lager
| Höfundur | |
|---|---|
| Útgefandi | |
| Útgáfuár | 1989 |
| Kápuhönnun | |
| Tungumál | |
| Blaðsíður | 154 |
| Form | Innbundin |
| Ástand | notuð |