Availability: Á lager

Kvæði 90

Höfundur: Kristján Karlsson
SKU: SKLD0KV90

1.490 kr.

Kvæði 90, sjötta ljóðabók Kristjáns Karlssonar, er kvæðaflokkur sem ber heitið Engey í þröngum glugga, og vísar það til þess sviðs sem á er horft.

Kvæðin mynda sterka heild þar sem uppistaðan er útsýni frá Reykjavík og grennd. Efnið er sett fram í litsterkum myndum og út frá þeim hrannast minningar fjölbreyttrar ævi sem einnig stíga fram í myndum og líkingum.

Hvað úr hverju, smám saman eða allt í einu muntu verða til, tvö forvitin augu
sem koma í ljós einhvern góðviðrisdag við sjó
2
marglitir veggsteinar týndra borga
liggja á víð og dreif í bláum sandi
og ambergris, grár klumpur mör búrhvalsins og
3
festi í ilmvötn virði milljóna grotnar
undir bakka en uppi yfir hring-
sólar mávurinn vængjaður óstillandi grun
(Þrjú fyrstu erindin úr kvæðinu Brim.)

Á lager

Upplýsingar

Höfundur

Útgefandi

Útgáfuár

1990

Tungumál

Form

Innbundin

Ástand

notuð