Availability: Á lager

Fellihýsageymslan

SKU: VALFEL

4.990 kr.

Eru krakkar skyldugir til að biðja fullorðna um aðstoð við allt sem er spennandi, skemmtilegt eða krefjandi?

Í Fellihýsageymslunni kynnumst við 6. bekkingunum og frændsystkinunum Þórunni og Santiago. Þau lenda í óvæntum aðstæðum og taka málin í sínar hendur og áður en langt um líður hafa þau spunnið lygavef sem erfitt er að vinda ofan af. Við tekur skrautlegt tímabil þar sem eini fasti punkturinn í tilverunni er sjónvarpsfréttaáhorf heima hjá ömmu og afa.

Hver opna inniheldur myndir. Til að gera textann læsilegri er hann í sans letri og skipt upp í tvo dálka, þá fylgir „leshjálpari“ sem er spjald með glugga í miðjunni sem sýnir eingöngu eina setningu í einu og auðveldar lesanda að einbeita sér að þeim orðum er verið að lesa hverju sinni. Einnig tilvalið að nota þegar barn hlustar á fullorðinn lesa, til að barnið geti betur tengt hlustun við orðin á blaðsíðunum og greint samhengi.

Á lager

Upplýsingar

Höfundur

Myndhöfundur

Útgefandi

Útgáfuár

2025

Tungumál

Form

Sveigjanleg kápa