Upplýsingar
| Höfundur | |
|---|---|
| Útgefandi | |
| Útgáfuár | 2025 |
| Þýðandi | |
| Tungumál | |
| Form | Kilja |
Original price was: 5.190 kr..4.390 kr.Current price is: 4.390 kr..
Greta hefur gleymt fortíðinni. Með hjálp gamals vinar þarf hún að rifja hana upp áður en hún hverfur henni endanlega. En fortíðin opnar dyr að sársaukafullum sannleika.
Þrjátíu ár eru liðin síðan Greta yfirgaf Marchmont Hall og fallegar hæðirnar í Monmouthshire. Í aðdraganda jóla snýr hún loks aftur, í boði gamals vinar síns, Davids Marchmont, en Greta man ekki fyrri tengsl sín við húsið það er afleiðing skelfilegs slyss sem hefur eyðilagt meira en tvo áratugi af lífi hennar. Á gönguferð um vetrarlandslagið rekst hún á gröf í skóginum og veðruð áletrunin nefnir aðeins að lítill drengur sé grafinn þar.
Gröfin kveikir eitthvað djúpt innra með henni og með hjálp Davids byrjar hún að setja saman brot úr ekki aðeins eigin sögu, heldur einnig sögu dóttur sinnar, Chesku, sem var fórnarlamb hörmulegra aðstæðna sem hún réð ekki við. Og alls ekki engillinn sem hún virtist vera
Englatréð er grípandi fjölskyldusaga um minningar, ást og von saga sem nýtur sín best á löngum vetrarkvöldum.
Lucinda Riley er höfundur bókaflokksins um systurnar sjö sem fangað hefur hug og hjörtu íslenskra lesenda. Englatréð er sjálfstæð skáldsaga.
Herdís Magnea Hübner þýddi úr ensku.
Á lager
| Höfundur | |
|---|---|
| Útgefandi | |
| Útgáfuár | 2025 |
| Þýðandi | |
| Tungumál | |
| Form | Kilja |
