Upplýsingar
| Höfundur | |
|---|---|
| Útgefandi | |
| Útgáfuár | 2025 |
| Þýðandi | |
| Tungumál | |
| Kápuhönnun | |
| Blaðsíður | 880 |
| Form | Kilja |
4.690 kr.
Hvað ef maðurinn missir trúna, hafnar Guði og gefur sig djöflum á vald? Hópur róttæklinga setur allt á annan endann í rússneskum smábæ á ofanverðri 19. öld ‒ markmið þeirra er bylting og samsærið hverfist um hina myrku en segulmögnuðu aðalpersónu, Níkolaj Stavrogín, og hina slóttugu hjálparhönd hans, Pjotr Verkhovenskí.
Skáldsaga Fjodors Dostojevskís kom út í tímariti á árabilinu 1871–1872 og er hans pólitískasta og umdeildasta verk. Kveikja þess var raunverulegur atburður, hrottalegt morð á ungum manni sem átti sér stað 1869 og tengdist hópi stjórnleysingja. Höfundur kafar ofan í sálardjúp sögupersóna sinna og hugmyndastrauma samtímans – stjórnleysi, tómhyggju og sósíalisma – en þrátt fyrir þessa djúpu undiröldu eru Djöflarnir ein fyndnasta bók Dostojevskís, full af fáránlegum uppákomum og spaugilegum karakterum.
Djöflarnir eru spásögn um örlög Rússlands á 20. og 21. öld, kristalskúla sem sagði fyrir um rússnesku byltinguna og það verk Dostojevskís sem á einna brýnast erindi við okkur í dag.
Á lager
| Höfundur | |
|---|---|
| Útgefandi | |
| Útgáfuár | 2025 |
| Þýðandi | |
| Tungumál | |
| Kápuhönnun | |
| Blaðsíður | 880 |
| Form | Kilja |