Upplýsingar
| Höfundur | |
|---|---|
| Útgefandi | |
| Útgáfuár | 2025 |
| Tungumál | |
| Form | Sveigjanleg kápa |
3.490 kr.
Dagskammtar samanstendur af stuttum textum í lausu máli. Margir textanna tengjast ákveðnum atvikum, en aðrir eru fremur hugleiðingar eða þankabrot sem finna sér leið inn í hversdaginn. Líta má á textana sem eins konar dagbókarfærslur þar sem „ég“ frásagnarinnar miðlar reynslu sinni af atvikum og fyrirbærum daganna.
„Í dag er búið að vera mistur og rigning, en nú virðist vera að rofa til. Það er alveg logn og ég er ein á gangi á Sólvallagötunni. Nokkrum sólargeislum tekst að brjótast gegnum mistrið um leið og það hellist yfir mig skyndilegt regn. Það er þá sem ég sé regnbogann. Hann spennir marglitan bogann yfir nesið með annan endann í Faxaflóanum og hinn í Skerjafirðinum. Hann er rétt hjá mér, kannski í nokkur hundruð metra fjarlægð. Ósjálfrátt herði ég gönguna. Áður en ég veit af er ég farin að hlaupa.“
Á lager
| Höfundur | |
|---|---|
| Útgefandi | |
| Útgáfuár | 2025 |
| Tungumál | |
| Form | Sveigjanleg kápa |