Upplýsingar
| Höfundur | |
|---|---|
| Útgefandi | |
| Útgáfuár | 2024 |
| Form | Kilja |
4.690 kr.
Slunginn botngróður, undir lygnum fleti smugu dökkar slöngur völundarhús. Dimmgræn iða lagðist að augasteinum.
Stúlka dvelur í sveit hjá eldri manni, tilveran er gamalgróin og regluföst en í tjörninni eru dularfullir álar. Ungur drengur missir afa sinn og verður myrkfælinn. Vængmaður vinnur í prentsmiðju á daginn en flýgur um háloftin að næturlagi með vængjunum sem hann smíðaði og par nýtur lífsins í dönsku sumarhúsi, hjólar um sléttlendið og fer á ströndina, en úti fyrir bíður næturmyrkrið og hafið, með uggvænlegu aðdráttarafli og furðum.
Bréfbátarigningin er með fyrstu prósaverkum Gyrðis Elíassonar, kom út árið 1988 og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs tveimur árum síðar. Sögur verksins eru fjórar og mynda sagnasveig þar sem andrúmsloftið er sveipað rómantískri hulu bernskusýnar og nostalgíu; það er hversdagslegt og á tíðum kómískt en um leið draumkennt, undarlegt og stundum ógnvekjandi.
Gyrðir er einn ástsælasti og virtasti höfundur þjóðarinnar og hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir verk sín og þýðingar. Hann hefur átta sinnum verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut þau árið 2000. Þá hefur hann einnig fengið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, sænsku Tranströmerverðlaunin, Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness og Íslensku þýðingarverðlaunin í tvígang.
Á lager