Availability: Á lager

Anna

3.990 kr.

ANNA er nýjasta saga Guðbergs Bergssonar í sagnaflokki þeim, sem hófst með Tómasi Jónssyni, Metsölubók. Þessi saga er vafalaust „auðlesnari“ en hinar fyrri, og útgefandi leyfir sér að álíta, að hún sé skemmtilegasta bókin í þessum frumlega sagnaflokki.

Eins og áður er eitt megin-temað í þessari sögu viðureign kynslóðanna og vettvangur þeirra fjölskyldulíf bæði fáránlegt og óhugnanlega hversdagslegt. Og höfundur leikur sér að hvers konar hugmyndarusli samtímans, þangað til merkingarleysi þess er orðið óþolandi. „Gömul hugtök eru hvarvetna á undanhaldi,“ segir hin stórmerkilega Katrín (eða Anna) á hinu dæmalausa hátíðlega máli, sem höfundur leggur án fyrirvara í munn persónum sínum. Með meiri leynd fer spé höfundar um ýmislegt það í íslenzkum nútímabókmenntum, sem þykir nýstárlegt í sjálfu sér.

Hvað er saga og hvað er veruleiki? Um það fjallar ANNA beinlínis, á sinn hátt. Það er alkunna, að nýstárlegt form veldur einatt hneykslun og angist, og það er raunar engin hætta á öðru en sagan valdi einhverjum þess konar hneykslun (þrátt fyrir prýðilegan söguþráð!). Hitt skiptir meira máli, hve margir þykjast finna, að sögugerð Guðbergs tjái íslenzkan veruleika betur en aðrar, sem við þekkjum í svipinn. Að minnsta kosti er víst, að sögur hans hafa vakið óvenjulega hrifningu ungs fólks, sem fagnar nýrri og tímaborinni list.

Á lager

Upplýsingar

Höfundur

Útgefandi

Útgáfuár

1969

Form

Innbundin

Blaðsíður

249

Ástand

notuð