Upplýsingar
| Höfundur | |
|---|---|
| Útgefandi | |
| Útgáfuár | 1991 |
| Tungumál | |
| Form | Innbundin |
| Ástand | notuð |
4.990 kr.
Örlagasögur af Íslendingum
Um aldir var Kaupmannahöfn höfuðborg Íslendinga. Þaðan var landinu stjórnað, þar stunduðu menn framhaldsnám eða afplánuðu tukthúsvist. Í þessari stórfróðlegu og skemmtilegu bók rekur Björn Th. Björnsson þróun borgarinnar, fjallar um sögufrægar byggingar og rifjar upp örlagasögur af Íslendingum sem þangað sigldu, bæði broslegar og átakanlegar. Hér koma Fjölnismenn við sögu, Jónshús, furðufuglinn Þorleifur Repp, Jóhann skáld Sigurjónsson, Árnasafn og íslenskir námsmenn á Gamlagarði, svo nokkuð sé nefnt. Bókin kom fyrst út árið 1961 og hefur lengi verið ófáanleg, en nú hefur textinn verið aukinn og lagaður að breyttum aðstæðum. Einnig eru á þriðja hundrað nýjar ljósmyndir í bókinni og hverjum kafla fylgir götukort sem gerir bókina handhæga til að rata eftir um Íslendingaslóðir. Hinir vinsælu sjónvarpsþættir höfundar um Íslendinga í Kaupmannahöfn voru byggðir á nokkrum köflum úr bókinni.
Á lager
| Höfundur | |
|---|---|
| Útgefandi | |
| Útgáfuár | 1991 |
| Tungumál | |
| Form | Innbundin |
| Ástand | notuð |