• Dagatal

    Dagatal

    Dagatal geymir níutíu og eina sögu á einföldu máli. Í stuttum og aðgengilegum frásögnum er dregin upp mynd af íslenskum veruleika allt árið um kring. Sögupersónur brjóta upp gráan hversdaginn með hátíðahöldum og fagna lífinu með rjómabollum, aprílgabbi, sjósundi, skötuveislu og sólbaði í snjókomu. Sögurnar varpa ljósi á fjölbreytileika mannlífsins, skilning og misskilning í samskiptum fólks og þau fjölmörgu tækifæri sem gefast til að gera sér glaðan dag.

    Dagatal er sjálfstætt framhald af Árstíðum sem hefur notið mikilla vinsælda og verið kennd á ýmsum skólastigum á Íslandi sem og erlendis. Textarnir eru fjölbreyttir hvað varðar efnistök, form og stíl og flokkaðir eftir getustigi í samráði við sérfræðinga. Þar að auki fylgir viðauki með margskonar fróðleik um land og þjóð. Bókin nýtist jafnt til kennslu og yndislestrar.

    3.690 kr.
    Setja í körfu
  • Árstíðir

    Árstíðir

    Árstíðir geymir hundrað og eina sögu á einföldu máli. Í stuttum og aðgengilegum frásögnum er brugðið upp allskyns hliðum á íslenskum hversdagsleika. Sögupersónur læra nýja hluti, rækta vináttu, takast á við áskoranir og upplifa bæði gleði og sorg. Sögurnar varpa ljósi á margbreytileika mannlífsins og veita innsýn í gang árstíðanna í landi ljóss og myrkurs.

    Þetta er fyrsta safn frumsaminna sagna ætlað þeim sem tileinka sér íslensku sem annað mál. Textarnir eru fjölbreyttir hvað varðar efnistök, form og stíl og flokkaðir eftir getustigi í samráði við sérfræðinga. Þar að auki fylgir viðauki með margskonar fróðleik um land og þjóð. Bókin nýtist jafnt við kennslu sem og til yndislestrar.

    3.690 kr.
    Setja í körfu
  • Það er alltaf eitthvað

    Það er alltaf eitthvað

    Tólf höfundar tylla sér á skáldabekk með fjölbreyttu safni smásagna þar sem andi Rimbauds og Guðrúnar frá Lundi svífur yfir vötnum innan um gargandi máva, konuna sem átti fjörutíu og sjö systkini, sendiherrafrúna, pervertinn í lestinni og þokkadísina Nansí. Auk þess koma við sögu ungbörn, aldraðir, ástfangnir, andlitslausir, sorgmæddir og sviknir. Það er alltaf eitthvað.

    Höfundar: Anna Björg Siggeirsdóttir, Einar Kári Jóhannsson, Freyja Auðunsdóttir, Gunnhildur Jónatansdóttir, Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir, Karítas Hrundar Pálsdóttir, Katrín Vinther, Kristófer Páll Viðarsson, Rut Guðnadóttir, Sólveig Johnsen, Sólveig Eir Stewart og Stefanía dóttir Páls.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Takk fyrir komuna

    Takk fyrir komuna

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Sápufuglinn

    Sápufuglinn

    Sápufuglinn hefur að geyma þrjár sögur um losta og valdadýnamík í samböndum, flókna kynverund og arfgengan hæfileika til að ferðast um í tíma.

    María Elísabet Bragadóttir sló eftirminnilega í gegn með sinni fyrstu bók Herbergi í öðrum heimi. Sápufuglinn kemur róti á huga lesanda með djúpu innsæi höfundar, óbeisluðu hugmyndaflugi og beittum húmor.

    „María Elísabet Bragadóttir er með geislasverð. Ég elska Sápufuglinn.“

    – Kristín Eiríksdóttir, rithöfundur

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Herbergi í öðrum heimi