
Dagatal
3.690 kr.Dagatal geymir níutíu og eina sögu á einföldu máli. Í stuttum og aðgengilegum frásögnum er dregin upp mynd af íslenskum veruleika allt árið um kring. Sögupersónur brjóta upp gráan hversdaginn með hátíðahöldum og fagna lífinu með rjómabollum, aprílgabbi, sjósundi, skötuveislu og sólbaði í snjókomu. Sögurnar varpa ljósi á fjölbreytileika mannlífsins, skilning og misskilning í samskiptum fólks og þau fjölmörgu tækifæri sem gefast til að gera sér glaðan dag.
Dagatal er sjálfstætt framhald af Árstíðum sem hefur notið mikilla vinsælda og verið kennd á ýmsum skólastigum á Íslandi sem og erlendis. Textarnir eru fjölbreyttir hvað varðar efnistök, form og stíl og flokkaðir eftir getustigi í samráði við sérfræðinga. Þar að auki fylgir viðauki með margskonar fróðleik um land og þjóð. Bókin nýtist jafnt til kennslu og yndislestrar.

Árstíðir
3.690 kr.Árstíðir geymir hundrað og eina sögu á einföldu máli. Í stuttum og aðgengilegum frásögnum er brugðið upp allskyns hliðum á íslenskum hversdagsleika. Sögupersónur læra nýja hluti, rækta vináttu, takast á við áskoranir og upplifa bæði gleði og sorg. Sögurnar varpa ljósi á margbreytileika mannlífsins og veita innsýn í gang árstíðanna í landi ljóss og myrkurs.
Þetta er fyrsta safn frumsaminna sagna ætlað þeim sem tileinka sér íslensku sem annað mál. Textarnir eru fjölbreyttir hvað varðar efnistök, form og stíl og flokkaðir eftir getustigi í samráði við sérfræðinga. Þar að auki fylgir viðauki með margskonar fróðleik um land og þjóð. Bókin nýtist jafnt við kennslu sem og til yndislestrar.

Skáldreki
3.590 kr.Á síðustu áratugum hefur ört fjölgandi hópur innflytjenda á Íslandi auðgað menningu landsins og listir. Á meðal þeirra sem skolað hefur á land leynast rithöfundar og skáld. Sum hver eru enn svamlandi á grynningunum, önnur hafa náð landi, enn önnur hafa stigið inn á bókmenntasviðið. Þessir aðkomuhöfundar eru skáldreki, frjósöm gjöf hafsins. Í þessu ritgerðasafni segja tíu höfundar af erlendum uppruna frá sögu sinni, löngunum og þrám; fjalla um búferlaflutninga, að fóta sig í nýrri menningu, að skilja og finna rödd sína á íslensku eða að ná til nýrra lesenda á sínu eigin tungumáli. Hér er á ferð ferskt sjónarhorn, frumleg málbeiting og öðruvísi sögur. Hörund. Bein. Kjöt. Fita. Gjörðu svo vel.
