• Dagbók bóksala

    Dagbók bóksala

    Shaun Bythell er bóksali í Wigtown, fögru sjávarþorpi í Skotlandi. Þar rekur hann stærstu fornbókabúð landsins í eldgömlu húsi þar sem 100.000 bækur þekja alla veggi og fylla öll horn og skot. Paradís bókaormanna? Ja, næstum því …

    Bráðfyndin og hrífandi frásögn þar sem brugðið er upp lifandi myndum af sérvitringum og furðufuglum sem eru daglegir gestir í bókabúðinni og skrýtna fólkinu sem vinnur þar, auk þess sem ástarlíf bóksalans kemur við sögu og hin eilífa glíma við að ná endum saman. Fyndin og kaldhæðin frásögnin heldur lesandanum föngnum frá fyrstu blaðsíðu.

    Snjólaug Bragadóttir þýddi.

    „Hlý, sniður og sprenghlægileg.“ – Daily Mail

    „Dásamleg skemmtun.“ – The Observer

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Hrunadansinn

    Hrunadansinn

    Hinn magnaði ljóðabálkur Matthíasar Johannessen, Hrunadansinn, kemur nú út í sérstakri útgáfu í tilefni af áttræðisafmæli Matthíasar ásamt geisladiski með frábærum flutningi Gunnars Eyjólfssonar á ljóðinu.

    1.490 kr.
    Setja í körfu
  • Út í vitann

    Út í vitann

    Út í vitann, fimmta skáldsaga breska rithöfundarins Virginiu Woolf, er jafnan talin einn af hátindum nútíma­­bók­mennta.

    Í bókinni er skyggnst inn í líf fjölskyldu og gesta hennar í sumarleyfi á skosku Suðureyjunum. Frú Ramsey gnæf­ir yfir alla með persónu sinni og stýrir fólkinu í kringum sig á sinn ómót­stæði­lega hátt — hinum sérkennilega og þurftar­freka eiginmanni, barnahópn­um, elskhugunum, gamla rithöf­undinum viðskotailla, listmálaranum sjálfstæða, klunna­lega unga menntamanninum. En allt á sinn stað og stund — og næsta ferð út í vitann er undir öðrum formerkjum.

    Fáar skáldsögur búa yfir þeim mætti að breyta lífi lesenda sinna — en Út í vitann þykir vera ein þeirra.

    Herdís Hreiðarsdóttir þýddi og skrifaði eftirmála.

    Virginia Woolf (1882–1941) er einn af fremstu rithöf­und­um 20. aldar. Meðal helstu skáld­sagna hennar eru Út í vit­ann, Frú Dalloway og Orlando. Hún tilheyrði fræg­um bók­­mennta­- og listahópi sem kennd­ur var við Bloomsbury í London.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Silas Marner

    Silas Marner

    George Eliot er einn helsti skáldsagnahöfundur Englendinga á 19. öld. Skáldverk hennar spanna vítt svið þjóðfélagsins. Lýsingar hennar á ensku sveitalífi eru í senn raunsæjar og spegla umbrot á sviði trúmála, stjórnmála og tilfinningalífs.

    Innsýn hennar í mannlegt eðli og lýsingar á innri átökum sögupersóna sinna og flóknum og stundum þversagnakenndum viðbrögðum þeirra við vandamálum þeim sem þær standa frammi fyrir voru nýmæli í skáldsagnaritun og vísuðu fram til skáldsagnagerðar nútímans.

    Silas Marner ber þessi einkenni í ríkum mæli. Sagan er fyrir löngu talin sígilt verk og í fremstu röð skáldverka síns tíma. Í Silas Marner speglast sammannleg umbrot og átök í lífi einstaklinga jafnt sem samfélagsins sjálfs en jafnframt einkennist sagan af sérstökum þokka og hlýju sem bregður notalegum blæ yfir fólk og sögusvið. Sagt hefur verið að í sögu þessari megi kenna ýmsa þætti í lífi skáldkonunnar sjálfrar.

    Á tímum Napóleonsstríðanna birtist vefarinn Silas Marner í þorpinu Raveloe, fulltrúi fornra og undarlegra hátta. Honum er tekið með tortryggni af lítt veraldarvönum íbúum staðarins. Silas heldur sig til hliðar við samfélagið enda hefur hann orðið fyrir þungum raunum og miklu ranglæti þar sem hann áður bjó. Hann bindur engin tengsl við nágranna sína en gætir einskis annars en vinnu sinnar og að draga saman fé. Dag einn er öllum fjársjóði hans stolið. Þótt ógæfan virðist mikil í fyrstu verður þessi atburður honum til láns þegar frá líður. Síðan ber gæfan á dyr í gervi lítillar stúlku sem hann gengur í foreldra stað. Þá kemur í ljós að örlög ýmissa, sem meira mega sín í samfélaginu, eru órjúfanlega bundin þessum hlédræga, fáskiptna manni.

    Eitt af meistaraverkum heimsbókmenntanna í vandaðri þýðingu Atla Magnússonar.

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Þögn – á öld hávaðans

    Þögn – á öld hávaðans

    Geti ég ekki gengið, klifrað eða siglt frá heiminum hef ég kennt mér að loka hann úti.

    Það tók tíma að læra þetta. Það var ekki fyrr en mér varð ljóst að ég hafði grundvallarþörf fyrir þögn, að ég gat byrjað að leita hennar – og þarna, djúpt undir glym umferðar og hugsana, tónlistar og vélarhljóða, snjallsíma og snjóblásara var hún og beið mín. Þögnin.

    Í þessari einstöku bók spyr norski ævintýramaðurinn Erling Kagge þriggja spurninga: Hvað er þögn? Hvar er hún? Af hverju er þögnin núna mikilvægari en nokkru sinni í sögu mannkyns? Í kjölfarið gerir hann 33 tilraunir til að svara þessum spurningum.

    Erling Kagge nýtir einstæða lífsreynslu sína á mörgum sviðum til að nálgast viðfangsefni sitt – mátt þagnarinnar.

    Magnús Þór Hafsteinsson íslenskaði.

    Norðmaðurinn Erling Kagge (1963) er lögfræðingur að mennt auk þess sem hann las heimspeki við Cambridge-háskóla. Hann er víðfrægur pólfari, fjalla- og siglingagarpur, stórvirkur bókaútgefandi (Kagge forlag), rithöfundur og listaverkasafnari. Hann gekk fyrstur manna á skíðum bæði á norðurpólinn og suðurpólinn án utanaðkomandi aðstoðar. Í kjölfarið kleif hann hæsta tind heims, Everest-fjall. Þar með varð hann fyrstur í heiminum til að ljúka hinni svokölluðu „þriggja póla þolraun“ sem felst í því að komast á tveimur jafnfljótum á báða póla og upp á hæsta tind jarðar. Kagge er höfundur margra bóka sem hlotið hafa afbragðs viðtökur og verið þýddar á um 40 tungumál. Þögn á öld hávaðans er fyrsta bók hans sem kemur út á íslensku.þagnarinnar.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Catilinusamsærið
  • Sonnettan

    Sonnettan

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Placeholder

    Lila

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Placeholder

    Heima

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Placeholder

    Gilead

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Maður í myrkri

    Maður í myrkri

    990 kr.
    Setja í körfu
  • Willard og keilubikararnir hans
  • Enginn venjulegur lesandi