• Kóperníka

    Kóperníka

    Kaupmannahöfn 1888. Raðmorðingi gengur laus og sýfilisfaraldur geisar. Börn í borginni hverfa unnvörpum. Kóperníkus, íslenskur unglæknir á Konunglega spítalanum, er rekinn frá störfum sínum og fært það í hendur að rannsaka lát besta vinar síns. En er nokkur niðurstaða í augsýn?

    Kóperníkus einsetur sér að komast til botns í málinu og fylgist grannt með háttum samstarfsmanna sinna á spítalanum, sem hann grunar að séu ekki allir þar sem þeir eru séðir. Lík eru grafin upp úr Assistens-kirkjugarði eftir því sem þau hrannast upp á krufningaborðinu, og svo er ástin sem enginn má hugsa um þar til niðurstaða finnst. Á endanum getur Kóperníkus fáu treyst nema eigin innsæi. 

    Sölvi Björn Sigurðsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir síðustu skáldsögu sína, Seltu. Kóperníka er sú sjöunda í röðinni og hafa bækur hans hvort tveggja hlotið innlenda og alþjóðlega viðurkenningu.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Fangar Breta

    Fangar Breta

    Herstöðvamálið var stærsta pólitíska deilumálið á seinni helmingi 20. aldar. Baráttan gegn her í landi og veru Íslands í hernaðarbandalagi gat af sér öflugar fjöldahreyfingar. Gengið til friðar er saga þessara átaka allt frá undirritun Keflavíkursamningsins árið 1946 og til ársins 2006.
    Herstöðvamálið var stærsta pólitíska deilumálið á seinni helmingi 20. aldar. Baráttan gegn her í landi og veru Íslands í hernaðarbandalagi gat af sér öflugar fjöldahreyfingar og kröftuga mótmælamenningu. Gengið til friðar er saga þessara átaka allt frá undirritun Keflavíkursamningsins árið 1946 og til ársins 2006 þegar herstöðinni á Miðnesheiði var lokað. Barátta íslenskra friðarsinna var í senn þjóðernisleg og undir sterkum alþjóðlegum áhrifum. Þetta er saga grasrótarhreyfinga og friðarbaráttu sem hefur tekið á sig fjölbreytilegar myndir og litrík form og mótað þjóðfélagsumræðuna í áratugi. Í bókinni er sagan sögð út frá fjölda sjónarhorna, svo sem á sviði bókmennta, leiklistar, myndlistar, dægurmenningar, tónlistar og kvikmynda.
    2.990 kr.
    Setja í körfu
  • Jón Ásgeir & afmælisveislan
  • Krýsuvík

    Krýsuvík

    Höfuðlaust lík fnnst í hraungjótu við Krýsuvík. Lögreglumaðurinn Hörður Grímsson er kallaður til.

    Fyrr en varir er hann kominn á kaf í skuggaveröld þar sem erlendir verkamenn eru hafðir að leiksoppi og morðingi gengur laus.

    Hörður hefur sinn hátt á að leysa erfið sakamál í spennutryllum Stefáns Mána. Hér tekur hann á öllu sínu til að leysa ráðgátur sem fléttast saman á ófyrirséðan hátt.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Stundarfró

    Stundarfró

    Arinbjörn Hvalfjörð er efnilegasta skáld Íslands. En hversu lengi getur hann skákað í því skjólinu? Fimm árum eftir sína fyrstu bók er hann engu nær um næstu skref í tilverunni. Sérhver dagur er leikinn af fingrum fram og þverrandi fimi. En í unglingsstúlku norður á Akureyri sér hann mögulega eitthvað til að byggja á. Framtíð ef til vill. Hér sendir Orri Harðarson frá sér sína fyrstu skáldsögu sem hefur hlotið einróma lof þeirra sem hafa lesið.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Endurfundir

    Endurfundir

    Vorið 1991 snýr Ágúst Bergsson heim á Skagann eftir misheppnaða dvöl í New York. Hann flosnaði upp úr kvikmyndanámi og stóð í erfiðum sambúðarslitum við sænska kærustu sem reyndist ekki öll þar sem hún var séð. Í gamla heimabænum virðist fátt annað bíða en foreldrahús, fiskvinnsla og alltumlykjandi grámi. Ástin er þó aldrei langt undan. En á hún aðeins erindi við aðra?

    Í þessari leiftrandi skemmtilegu skáldsögu Orra Harðarsonar er brugðið húmorísku ljósi á líf ungs manns sem þarf að læra að fóta sig upp á nýtt og finnur þá gamlar tilfinningar vakna í brjósti. Um leið einkennist sagan af djúpri hlýju og hispursleysi, þar sem lipurlegur stíll og ósvikin frásagnargleði skila persónum og sögusviði ljóslifandi til lesenda.

    Fyrsta skáldsaga Orra, Stundarfró, kom út árið 2014 og hlaut verðskuldað lof gagnrýnenda og lesanda. Hún var meðal annars tilnefnd til Menningarverðlauna DV sem skáldverk ársins.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Síðustu dagar móður minnar

    Síðustu dagar móður minnar

    Þegar Mamma greinist með ólæknandi sjúkdóm og tarotspilin boða ekki bata heldur ævintýr er lífi hennar og Dáta, 37 ára sonar hennar, snúið á hvolf. Saman fara þau til Amsterdam í leit að líkn og reynist ferðalagið allt þetta í senn: gráglettið og tregafullt, innilegt og fyndið.

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Bréf til mömmu

    Bréf til mömmu

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Hnífur Abrahams

    Hnífur Abrahams

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Arnaldur Indriðason deyr
  • Svarti galdur

    Svarti galdur

    1.290 kr.
    Setja í körfu
  • Austur - skáldsaga í 33 köflum
  • Gestakomur í Sauðlauksdal
  • Selta: apókrýfa úr ævi landlæknis
  • Syndafallið

    Syndafallið

    1.290 kr.
    Setja í körfu