• Nautnir

    Nautnir

    Ljóðabálkur eftir Mario Bellatin.

    Birta Ósmann Þórhallsdóttir útlagði á íslensku.

    95 bls.

    Nautnir eftir Mario Bellatin er kröftugur og stingandi ljóðabálkur þar sem hráblautur og gelaður raunveruleiki og yfirgengileg þráhyggja fyrir hreinleika renna saman á súrrealískan hátt í heimi þar sem hinir dauðu ráða ríkjum og ungur heimspekingur þráir að eignast heilagan hund. 
    Mario Bellatin er fæddur í Mexíkó árið 1960. Hann er talinn einn áhugaverðasti samtímahöfundur Rómönsku-Ameríku um þessar mundir. Bókina prýða einnig ljósmyndir eftir listamanninn Önnu Maggý.

    Bókin er riso-prentuð og handsaumauð á prentverkstæði Skriðu, eftir eftirspurn til þess að sporna gegn offramleiðslu og sóun.

    4.590 kr.
    Setja í körfu
  • Snyrtistofan

    Snyrtistofan

    Þegar faraldur herjar á borgina neyðist sögumaður til þess að breyta snyrtistofunni sinni í Biðstofu dauðans. Hann reynir að sinna sjúklingunum ásamt skrautfiskum stofunnar en allt virðist umbreytingum háð og snýst upp í andhverfu sína.

    Mario Bellatin er talinn einn áhugaverðasti samtímahöfundur Rómönsku Ameríku

    3.490 kr.
    Setja í körfu
  • Með vindinum liggur leiðin heim
  • heimkynni

    heimkynni

    heimkynni er fjórða ljóðabók Þórðar Sævars. Bókin geymir m.a. Akureyrar-ljóð, myndljóð, póstkort og dagbókarskrif. Þórður Sævar hefur auk ljóðabókanna gefið út eitt smáprósasafn, íslenskað sex skáldverk eftir Richard Brautigan og búið endurminningar vesturfarans og alþýðulistamannsins Guðjóns R. Sigurðssonar til útgáfu.

    4.590 kr.
    Setja í körfu