• Morgunverður á Tiffany's

    Morgunverður á Tiffany’s

    „Truman Capote er fullkomnasti rithöfundur minnar kynslóðar. Hann skrifar bestu setningarnar orð fyrir orð, hljómfall eftir hljómfall.“ – Norman Mailer

    „Töfrarnir við stílsnilld Trumans Capote eru sérstæð samþætting fjaðurmagnaðs léttleika og þunga. Við fylgjumst með honum eins og með flótta íkorna uppi í tré, þar sem hver hreyfing er í senn öldungis makalaus og fullkomlega rökræn þessi fljúgandi vera má kallast bæði léttstíg og rammaukin.“ – Karen Blixen

    Í þessu munúðarfulla og tregablandna snilldarverki leiddi Truman Capote ungfrú Holly Golightly fram á sjónarsviðið, en nafn hennar er löngu orðið að hugtaki í bandarísku þjóðlífi og hluti af hinu bókmenntalega landslagi. Holly er viss um að innan um demantana og krókódílaskinnið í verslunum Tiffany’s sé óhugsandi að nokkuð slæmt geti komið fyrir! Lífskvöl hennar, orðheppni og barnslegt sakleysi heillar sérhvern lesanda, eins og verið hefur frá er því sagan kom fyrst út árið 1958. – Hér er ennfremur að finna þrjár af þekktustu smásögum Trumans Capote, en þær eru „Hús blómanna“, „Demantsgítar“ og „Jólaminning“.

    Þýðandi er Atli Magnússon

    1.290 kr.
    Setja í körfu