
Krossfiskar
1.290 kr.Enn horfði ég á vatnið. Mér fannst ekkert eðlilegra en að vera þar sem ég var, einmitt núna. Ég sá að ævi mín var bara undanfari pessa augnabliks.
Daníel er hættur í háskólanum og hefur hvorki efni á mat né eldsneyti. Dag einn fær hann tvö símtöl, eitt frá fyrrverandi skólafélaga og annað frá lögreglunni, sem hrinda af stað dularfullri atburðarás.
Krossfiskar er spennuþrungin skáldsaga um átök sálarinnar – um mörk góðs og ills. vonar og vonleysis – frá einum af áhugaverðustu ungum höfundum þjóðarinnar.

Stór olíuskip
1.490 kr.Ljóðabókin Stór olíuskip eftir Jónas Reyni Gunnarsson er handhafi Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar árið 2017.
Stór olíuskip er sterkt og fallegt verk. Ljóðin eru stílhrein og myndmálið ferskt og grípandi. Heildarmyndin er fimlega smíðuð og kallar á endurlestur; stóru olíuskipin sigla inn og út um vitund lesandans og skilja eftir sig fínlegt kjölfar tilfinninga sem spanna allt frá depurð og eftirsjá til hógværs fagnaðar.
— úr umsögn dómnefndar við afhendingar Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar



Svanafólkið
1.290 kr.Elísabet starfar við eftirlit hjá leynilegri sérdeild innanríkisráðuneytisins og er við það að uppgötva nokkuð sem mun koma öllu lífi hennar úr jafnvægi.
Svanafólkið er skáldsaga sem jafnast á við öldina sem við lifum – í senn óhugnanleg, dularfull, safarík og grátbrosleg. Kristín Ómarsdóttir fer með lesandann í ævintýralegt ferðalag og veltir um leið upp áríðandi spurningum um hvað það þýðir að tilheyra fjölskyldu, þjóð, líftegund.


