
Þegar Brandur var lítill og hvarf
4.390 kr.Pétur býr einn ásamt nokkrum hænum í fallegri sveit í Svíþjóð en er ósköp einmana. Anna nágrannakona hans sér að honum líður ekki sem best og leggur til að hann fái sér gæludýr.
Morgun einn vaknar Pétur við að eitthvað er ekki eins og það á að vera. Hvað er orðið af nýjasta íbúa hússins sem vanur er að vekja hann með látum og hvernig í ósköpum komust sokkarnir hans, skórnir og axlaböndin út í garð?
Þessi tímalausa bók eftir sænska verðlaunahöfundinn Sven Nordqvist er fullkomin fyrir börn og fullorðna til að lesa saman.

Refur og Björn: Í feluleik
4.390 kr.Ref og Birni finnst gaman í feluleik en Björn er bara alls ekki góður í að fela sig þó að hann haldi annað. Refur vinnur því alltaf. Eins og gefur að skilja langar Björn mikið til að hafa betur í leiknum og í þetta skiptið er hann sannfærður um að þaðmuni takast.

Brandur flytur út
3.990 kr.Klukkan er fjögur að morgni í kyrrlátri sveit í Svíþjóð. Frá húsinu hans Péturs heyrast skelfileg óhljóð. Kötturinn Brandur hefur fengið nýtt rúm og er vaknaður fyrir allar aldir til að gera morgunæfingarnar. Pétur getur alls ekki sofið fyrir látunum og setur því Brandi úrslitakosti sem eiga eftir að hafa ófyrirséðar afleiðingar.

Ferðataskan
4.390 kr.Dag einn kemur skrýtið dýr sem dregur á eftir sér stóra ferðatösku.
– Af hverju er það hér?
– Hvaðan kemur það?
– Hvað er í ferðatöskunni?Saga full af hlýju og von sem vekur lesendur til umhugsunar um framkomu við þá sem eru öðruvísi og langt að komnir.

Draugar banka ekki á dyr
4.390 kr.Bjössi og Bifur eru bestu vinir og alltaf saman. Eitt frostkalt síðdegi tilkynnir Bjössi að Andarsteggur sé væntanlegur í heimsókn. Bifur vill alls ekki fá neina gesti og tekur því til sinna ráða til að fæla þá á braut. Þegar líður á kvöldið á Bifur þó eftir að læra að óvæntur félagskapur getur verið mjög ánægjulegur.

Það sem pabbi sagði mér
3.890 kr.Ástvaldur horfir á svölurnar á himninum.
– Þær eru á leið hinum megin á hnöttinn, útskýrir pabbi.
– Get ég farið eins langt og þær þegar ég verð stór? spyr Ástvaldur.
– Jafnlangt og enn þá lengra, svarar pabbi.Og í huganum leggur Ástvaldur af stað út í hinn stóra heim þar sem húsin eru ógnarhá og margt getur leynst í skóginum. Á ferðalaginu stendur pabbi sem klettur við hlið hans og gefur góð ráð þegar á móti blæs.


Hænsnaþjófurinn
3.690 kr.Dag einn kemur Gústi nágranni með tvíhleypu á öxl og hefur fréttir að færa. Refur herjar nú á hænsnakofa sveitarinnar og því er eins gott fyrir Pétur og köttinn Brand að vera við öllu búnir. Pétur lætur ekki segja sér það tvisvar en í stað þess að veiða refinn ákveða þeir félagar að fæla hann heldur í burtu og það í eitt skipti fyrir öll.
Þessi tímalausa bók eftir verðlaunahöfundinn Sven Nordqvist er fullkomin fyrir börn og fullorðna til að njóta saman.

Getur þú ekki neitt, Pétur?
3.390 kr.Kötturinn Brandur er ótrúlega klár og getur gert hinar ýmsu kúnstir sem ekki eru á færi Péturs. Hvað í ósköpunum getur Pétur þá gert eða getur hann alls ekki neitt? Bók fyrir allra yngstu lesendurna eftir sænska verðlaunahöfundinn Sven Nordqvist.


Pómeló líður vel undir biðukollunni
1.990 kr.Pómeló er lítill fíll með óvenjulangan rana og býr undir biðukollu. Þó að langbest sé að vera heima er nauðsynlegt að kanna nánasta umhverfi. Raninn hans langi vil þá oft valda vandræðum en getur líka komið að góðum notum. Á skemmtilegu dögunum er gaman að vera til en nái hræðslan tökum á Pómeló er margt í umhverfinu sem getur vakið ótta. Þrjár sögur í fallega myndskreyttri bók.

