
Brandur flytur út
3.990 kr.Klukkan er fjögur að morgni í kyrrlátri sveit í Svíþjóð. Frá húsinu hans Péturs heyrast skelfileg óhljóð. Kötturinn Brandur hefur fengið nýtt rúm og er vaknaður fyrir allar aldir til að gera morgunæfingarnar. Pétur getur alls ekki sofið fyrir látunum og setur því Brandi úrslitakosti sem eiga eftir að hafa ófyrirséðar afleiðingar.

Ferðataskan
4.390 kr.Dag einn kemur skrýtið dýr sem dregur á eftir sér stóra ferðatösku.
– Af hverju er það hér?
– Hvaðan kemur það?
– Hvað er í ferðatöskunni?Saga full af hlýju og von sem vekur lesendur til umhugsunar um framkomu við þá sem eru öðruvísi og langt að komnir.

Draugar banka ekki á dyr
4.390 kr.Bjössi og Bifur eru bestu vinir og alltaf saman. Eitt frostkalt síðdegi tilkynnir Bjössi að Andarsteggur sé væntanlegur í heimsókn. Bifur vill alls ekki fá neina gesti og tekur því til sinna ráða til að fæla þá á braut. Þegar líður á kvöldið á Bifur þó eftir að læra að óvæntur félagskapur getur verið mjög ánægjulegur.

Það sem pabbi sagði mér
3.890 kr.Ástvaldur horfir á svölurnar á himninum.
– Þær eru á leið hinum megin á hnöttinn, útskýrir pabbi.
– Get ég farið eins langt og þær þegar ég verð stór? spyr Ástvaldur.
– Jafnlangt og enn þá lengra, svarar pabbi.Og í huganum leggur Ástvaldur af stað út í hinn stóra heim þar sem húsin eru ógnarhá og margt getur leynst í skóginum. Á ferðalaginu stendur pabbi sem klettur við hlið hans og gefur góð ráð þegar á móti blæs.



Hænsnaþjófurinn
3.690 kr.Dag einn kemur Gústi nágranni með tvíhleypu á öxl og hefur fréttir að færa. Refur herjar nú á hænsnakofa sveitarinnar og því er eins gott fyrir Pétur og köttinn Brand að vera við öllu búnir. Pétur lætur ekki segja sér það tvisvar en í stað þess að veiða refinn ákveða þeir félagar að fæla hann heldur í burtu og það í eitt skipti fyrir öll.
Þessi tímalausa bók eftir verðlaunahöfundinn Sven Nordqvist er fullkomin fyrir börn og fullorðna til að njóta saman.

Getur þú ekki neitt, Pétur?
3.390 kr.Kötturinn Brandur er ótrúlega klár og getur gert hinar ýmsu kúnstir sem ekki eru á færi Péturs. Hvað í ósköpunum getur Pétur þá gert eða getur hann alls ekki neitt? Bók fyrir allra yngstu lesendurna eftir sænska verðlaunahöfundinn Sven Nordqvist.


Pómeló líður vel undir biðukollunni
1.990 kr.Pómeló er lítill fíll með óvenjulangan rana og býr undir biðukollu. Þó að langbest sé að vera heima er nauðsynlegt að kanna nánasta umhverfi. Raninn hans langi vil þá oft valda vandræðum en getur líka komið að góðum notum. Á skemmtilegu dögunum er gaman að vera til en nái hræðslan tökum á Pómeló er margt í umhverfinu sem getur vakið ótta. Þrjár sögur í fallega myndskreyttri bók.



Næturbröltið mikla
3.190 kr.Hvað er á seyði í dýragarðinum? Eitt tunglskinsbjart kvöld þegar Bogi Pétur er við það að festa svefn heyrir hann undarleg hljóð. Dýrin góla og veina, ýlfra og rymja og geta alls ekki sofnað. Broddgölturinn ráðsnjalli telur það ekki eftir sér að finna lausn á öllum því sem heldur vöku fyrir dýrunum. En hvenær í ósköpunum kemst hann sjálfur í rúmmið?

Búningadagurinn mikli
3.190 kr.Hvað eru fílaffi, flóðingói og páfgæs? Það er fallegur sunnudagsmorgunn í dýragarðinum er fjörlegir tónar raska ró Alfreðs og Boga Péturs broddgaltar. Í ljós kemur að dýrin hafa klætt sig í gervi þess dýrs sem þau langar mest til að vera svo að í dýragarðinum er nú full af nýjum og stórfurðulegum dýrum. Félagarnir þurfa nú að gera upp á hvaða dýr leynist bak við búninganna. Hér koma fyrir sömu persónur og í bókinni Tannburstunardagurinn mikli.

Hvernig er koss á litinn?
2.990 kr.Lillaló elskar að mála. Hún málar rauða maríubjöllu, bláan himin og gula banana en koss hefur hún aldei málað. Hvernig er koss á litinn? Með penslum og pappír rannsakar Lillaló málið. Er kossinn rauður eins og tómatsósa, grænn líkt og krókódíll eða bleikur eins og uppáhaldskökurnar hennar?

Lillaló, Leiðist þér?
3.190 kr.Lillaló er orðin stór, svo stór að hún er byrjuð í skóla. Hún veit nákvæmlega hvað hún á að gera alla daga vikunnar nema á sunnudögum. Á sunnudögum er ekkert í dagbókinni, enginn myndlistartími, engin bandíæfing. Engin bókasafnsferð. Aðeins tími til að láta sér leiðast. En hvað getur Lillaló eiginlega gert svo henni leiðist ekki?




Pómeló vex úr grasi
3.390 kr.Pómeló er lítill fíll með óvenjulangan rana sem uppgötvar að hann hefur stækkað. Breytingin færir honum gleði og kraft en vekur líka margar spurningar. Hvað ef hann vex ekki allur jafnt og getur hann orðið of STÓR? Sjálfstætt framhald af bókinni Pómeó líður vel undir biðukollunni.

Pönnukökutertan
3.990 kr.Í dag á Brandur afmæli og af því tilefni ætlar Pétur að baka pönnukökutertu eftir sinni eigin uppskrift. Málin vandast þó er í ljós kemur að hveitið er búið og þegar Pétur ætlar að hjóla út í búð reynist afturdekkið á hjólinu hans sprungið. Vandræðin halda áfram að hrannast upp og það reynir á útsjónarsemi Pétur og hugrekki Brands ef það á að verða nokkur pönnukökuterta í afmælinu. Þessi tímalaus bók eftir verðlaunahöfundinn Sven Nordqvist er fullkomin fyrir börn og fullorðna til að njóta saman.

Greyið Pétur
3.990 kr.Það er vetur í sænskri sveit. Allt er brúnt, grátt og drungalegt líkt og hugur Pétur. Hann situr sem límdur á bekk í eldhúsinu og starir út um gluggann á eitthvað langt, langt í fjarska. Brandur er aftur á móti kampakátur og vill fá Pétur til að leika við sig en hann þverneitar. Kötturinn gefst ekki upp svo auðveldlega og er staðráðinn í að láta Pétri líða betur þó hann þurfi að beita smá brögðum til að ná sínu fram.

Stund hanans
3.990 kr.Dag einn kemur Pétur heim með pappakassa sem í reynist vera hani. Hænurnar á bænum sjá ekki sólina fyrir honum en Brandur skilur ekkert í öllu fjaðrafokinu enda aldrei, ekki í eitt sekúndubrot, þurft á hana að halda. Lífið á bænum tekur miklum stakkaskiptum. Brandur fær ekki lengur að stríða hænunum og þarf að þola stanslaust hanagal alla daga.
Þessi tímalausa bók eftir verðlaunahöfundinn Sven Nordqvist er fullkomin fyrir börn og fullorðna til að njóta saman.

Ófriður í grænmetisgarðinum
3.990 kr.Það er fagur vormorgun í friðsælum trjágarði í Svíþjóð og Pétur ætlar að sá fyrir grænmeti og setja niður kartöflur. Kötturinn Brandur er ekki hrifinn af áformunum og vill heldur rækta eitthvað annað. Garðyrkjan gengur þó ekki alveg þrautalaust og það reynir á hugvitsemi Péturs og leikhæfileika Brands. Þessi tímalausa bók eftir sænska verðlaunahöfundinn Sven Nordqvist, er fullkomin fyrir börn og fullorðna til að njóta saman.
Leit
Sjá:
- Nýjar bækur (24)
Sía eftir höfundum
Sía eftir útgáfuári
Sía eftir verði
Sía eftir tungumáli
- íslenska (18)
